Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 87
JÓNAS KRISTJÁNSSON Var Snorri Sturluson upphafsmaður íslendingasagna? I í doktorsritgerð sinni um Ólafs sögu helga sem út kom árið 1914, fjallar Sig- urður Nordal um samband Fóstbræðrasögu við ýmsar gerðir Ólafssögunnar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að Fóstbræðrasaga sé óháð elstu Ólafssög- unni, en hafi hinsvegar haft áhrif á yngri gerðir hennar. Samkvæmt því hlaut Fóstbræðra saga að vera skrifuð um 1200 eða í byrjun 13. aldar. Og síðan var sagan notuð sem leiðarljós þegar ákvarða skyldi aldur annarra íslendinga- sagna sem taldar voru gamlar: svona gömul var þessi bókmenntagrein, svona gamlar gátu aðrar íslendingasögur líka verið. En í riti mínu um Fóstbræðrasögu sem út kom fyrir tæpum tveimur áratug- um kippti ég sögunni út úr því samhengi sem Sigurður Nordal hafði fengið henni. Ég sný röðinni einfaldlega við og set Fóstbræðrasögu á eftir öllum hinum fornustu sögum af Ólafi helga, meðal annars Ólafssögu Snorra Sturlusonar. Geri ég ráð fyrir að sá sem ritaði Fóstbræðrasögu hafi sótt ýmsar frásagnir af Þormóði Kolbrúnarskáldi í einhverja sögu af Ólafi kon- ungi. Ég tel að mál og stíll Fóstbræðrasögu, svo og samband hennar við önn- ur rit, sýni að hún sé ekki eldri en frá lokum 13. aldar. Vafalaust munu mínar kenningar riðlast þegar tímar líða eins og annað í fræðum þessum, en þó hef ég ekki trú á því að Fóstbræðrasaga verði nokkru sinni flutt aftur í hið forna legið og tímasett til upphafs 13. aldar. Fljótlega tók ég að íhuga hverjar afleiðingar þessi flutningur Fóstbræðra- sögu kynni að hafa fyrir tímasetningu íslendingasagna. í fyrirlestri sem ég hélt á fyrsta alþjóðlega fornsagnaþinginu í Edinborg árið 1971 vék ég að því, að ef til vill þyrfti að endurskoða aldursákvörðun sagnanna í heild sinni og kynnu þær sem bókmenntagrein að vera nokkru yngri en talið hefði verið. Ég fylgdi þessu ekki frekar eftir að sinni, en fjórum árum síðar, 1975, hélt ég fyrirlestur um aldur íslendingasagna við allmarga háskóla í Þýskalandi. Síð- an hef ég haldið þennan fyrirlestur með nokkrum breytingum víða um lönd, en fram að þessu hef ég aldrei opinberað hugmyndir mínar hér á landi. En nú er hafin hér heima ný umræða um aldur íslendingasagna, og ber þess einkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.