Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 144

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 144
142 DAVÍÐ ERLINGSSON ANDVARI upp um vanda. Máske heyrir fólk og viðurkennir að rétt sé, en án þess að verða virkt í nýrri afstöðu. Því er mæðusamt að vera höfundur boðskapar- rita, - ekki einu sinni hægt að hætta því, því að það er einskis annars kostur en halda áfram, þegar málstaðurinn er góður. Hér má bæta við: Og engin leið önnur til en boðleið málsins, nema að því leyti sem mynd getur borið boðin með orðinu og stundum náð sterkari áhrifum en það, eins og Bodanis viðurkennir um sjónvarpið. Allt veltur á að ná samúðarskilningnum, og til þess dugir sjónvarpið hættulega vel, eins og við skiljum af orðunum um að- ferðir sjónvarpsvaldsins. En hér er verið að tala um ritlinga. Síðasta bókin sker sig úr og fellur ekki undir formerki skrýtlunnar. Bodanis telur miklu vænlegra til hluttekningar að fara leið hennar, ekki að leiða fram rök, heldur að sýna fólki hversu gaman er að láta gott af sér leiða. Það er eins konar sýnikennsla, sbr. líka sjónvarpið. Þannig fer sá kvensnillingur að sem kennir réttan og góðan vallgang til þess að ná sambandi við náttúruna og við sjálfan sig. Leika mætti sér að því að segja, að röksemdir 2-3ja fyrstu bókanna stefndu burt frá náttúrunni, en fagnaðarerindið um afturhvarf til náttúrunnar komi í síðustu bókinni, sem Bodanis tekur á með nokkurri kímni. Það er eins og hann sé að forða sér frá raunsæisvitund sinni um dapurlegt árangursleysi þess að reyna að bæta heiminn með ritlingum með því að taka þessa bók í félagsskapinn. Hún verð- ur mótvægi gegn bölsýninni, ánægjan með hana veitir greininni jafnvægi. Góður vallgangur er vitanlega mikil lífsbót og harmaléttir, sbr. lexíuna gömlu um líflækni keisarans í Róm forðum. Læknirinn krotaði á salernis- vegg: hér skeit ég vel, og setti nafn sitt við. Þetta dreifir huganum frá því sem erfitt er að þola: „Hver hlustar á það?“ Einhverjum kynni að detta í hug að bókin um sælastar hægðir mannanna gæti verið uppfinning Bodanis - ekki aðeins til þess að láta kímnina í því efni vega á móti bölsýninni, heldur líka til að „gefa skít í“ heimsumbótaviðleitni með málfærsluritum, svo lítil sé vonin um árangur af henni. Sá hinn sami getur þá leitað að bókinni á markaði. En fullvíst er hitt, að vallgangsmál eru líka mikil og erfið vandamál. Fyrir áratug fræddist ég um, að á botninn á stóru sjávarsvæði við austanvert Sjáland, þar sem Kaupmannahöfn er, hlað- ast árlega nokkrir sentimetrar af efni úr frárennslum byggðarinnar; og að frá heimilisvinum mannanna, hundunum í Danmörku allri féllu þá til einhver hundruð þúsund tonn af saur á ári. Áður fyrri var þrekkurinn úr Kaup- mannahöfn vitanlega fluttur á ræktarlönd Sjálendinga til áburðar, en nú fyll- ir hann sjóinn. Hin rétta utanhúss-aðferð, horfin list, gæti sjálfsagt orðið til blessunar. Hugsið um blásna melana t.d. í nágrenni Reykjavíkur. Hér á það við sem áður var sagt um þýðingar: Það er ógerningur, en samt er það gert. Meðan málið er enn sá kappvöllur, þar sem mennirnir keppast við að búa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.