Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 51

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 51
andvari ÚR KYNJAHEIM! SAGNASKÁLDS 49 óvíst á þessari stundu um afdrif vonarinnar, jafnvel hvort óskin lifði þetta af: hún hefði ekkert getað fullyrt um það, þó spurð hefði verið, þar sem hún barst nú með vesturfallinu til baka, í átt til þorpsins, þaðan sem hún var kom- in á öndverðri þessari sömu vöku, núna í vökulok; hún sá það var verið að slökkva ljósin þar vestur frá, eitt af öðru, eitt og eitt, eins og augu sem lok- ast.“ (Bls. 51-52) Þetta er allgott dæmi um rithátt sögunnar, hátíðlegan, innfjálgan. Rödd sögumanns auðheyranleg. Hér eru ljóðrænar líkingar sem sverja sig í ætt nýrómantískra skálda. Skyldi ekki myndin af „rótlausu þanginu“ ættuð frá Jóhanni Sigurjónssyni? Tónninn er samfelldur, stemningin órofin. En þarna sjáum við einnig merki um veilur höfundar, ofhlæði í stíl. Þótt stemningin í textanum sé sterk er hugsunin hvarflandi, líkingamálið ekki nógu agað.- Séra Oddur býður líf án öryggis, bendir á veg sem liggur um hamra og hengiflug. Þann veg vill hún ekki ganga. En þar næst er þessum kosti prests- ms líkt við þurr sprek, líflaus, sem ekki duga til að næra brímann í holdi og blóði. Hún leitar hærra en hold og blóð, að urt sálarinnar sem er kynlaus, með hvíta krónu og daufan ilm. Þarna étur hvað annað upp: bríminn í hold- mu og kynleysið. Hugsunin er einfaldlega óljós. Hér sýnist líkinga-sundur- gerð textans hafa leitt út í skáldlega merkingarleysu. Hins vegar endar efnis- greinin einkar fallega; aftur er stúlkunni líkt við þangið og lokamyndin: ljós eins og augu sem lokast, færi vel í hvaða ljóði sem er. f þessu broti sjáum við sem sagt það einkenni sögunnar að andrúmsloft stílsins er sýnu sterkara en rökleg gerð hans. Hygg ég að það eigi við sögur Guðmundar yfirleitt þótt Blindingsleikur sé óvenjuskýrt dæmi. Textinn er þannig ójafn, en miðlar ósvikinni tilfinningu, sterkum dularfullum seiði allt frá upphafi til söguloka. í þessu felst skáldlegt líf verksins. Birna Þorbrandsdóttir bindur söguna saman þótt höfundur færi sig að vild milli persóna, einkum aðalpersónanna þriggja, hennar, Torfa og Theódórs, fórnarlambinu Karli ríka er helgaður einn kafli. En í viðbrögðum Birnu sem eru eins og við höfum séð órökræn, hvarflandi, liggur tilfinningastrengur verksins. Sagan lýsir átökum hvatanna í brjóstum manna: hamingjuþrár, afbrýði, ágirndar. Birna líkir í upphafi orðum sínum við vindinn sem blæs úr öllum áttum. í lokin hefur hún þó fundið lífi sínu farveg, einstaklingur og umhverfi náð sáttum. Þessu ferli bregður Blindingsleikur upp í táknrænni mynd. Sagan er sem drama öll byggð á andstæðum. Bræðurnir Goði og Torfi eru augljósasta andstæðan : annar sem á að deyja og fær allt, hinn sem á að lifa °g enginn gefur gaum. Einn besti kaflinn (þriðji) lýsir afbrýðisemi Torfa í garð bróður síns í bernsku. Slík bræðratvennd er algeng í sögum Guðmundar Daníelssonar, frá Bræðrunum í Grashaga til Bróður míns Húna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.