Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 91

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 91
ANDVARI VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? 89 Á síðasta hluta 19. aldar og fyrsta hluta hinnar 20. bar Finnur Jónsson ægishjálm yfir aðra íslenska fornbókafræðinga. Hann samdi mikla bók- menntasögu í þremur bindum sem kom fyrst út í upphafi aldarinnar og síðan í annarri lítt breyttri útgáfu 1920-24. Finnur var sagnfestumaður og trúði nokkuð fast á nákvæmar uppskriftir munnmælasagna. Hann var ekki hjátrú- arfullur, en sem sannur íslendingur trúði hann sögunum allt að endimörkum veruleikans. Og með stuðningi frá afbökuðum texta hins svokallaða Sturl- unguformála skipti hann íslendingasögum í tvo flokka eftir aldri: góðar sannar sögur sem væru skrifaðar fyrir dauða Brands biskups Sæmundarson- ar, semsé á 12. öld (Brandur dó 1201), og hinsvegar ungar ýkjusögur sem skrásettar hefðu verið á 14. öldinni. Þrettánda öldin, sem nú er talin helsti ritunartími íslendingasagna, féll að mestu úr hjá Finni. - Undir áhrifum sagnfestunnar var einnig Jan de Vries í bókmenntasögu sinni, Altnordische Literaturgeschichte, sem út kom 1941-42. En de Vries leiðréttist á efri árum sínum, og má sjá að hann hefur drukkið í sig formála ritsafnsins íslenskra fornrita á þeim aldarfjórðungi sem leið milli fyrstu og annarrar útgáfu bók- menntasögunnar. (Seinni útgáfan kom á árunum 1964-67.) Fyrsta ítarlega rannsókn á einni íslendingasögu, og jafnframt fyrsta rann- sókn þar sem beitt er nútímalegum aðferðum, er ritgerð Konrads Maurers, Ueber die Hænsa-Þóris Saga sem út kom fyrir stóru hundraði vetra, 1871. í ritgerð sinni notar Maurer að miklu leyti sömu aðferðir sem enn tíðkast við rannsóknir sagnanna. Hann lítur á söguna sem hvert annað ritverk og ber hana vandlega saman við aðrar ritaðar heimildir, ekki síst við Landnámabók sem segir að nokkru frá sömu mönnum og atburðum. Hann reynir að meta sannleiksgildi sögunnar og ákvarða aldur hennar. „Hjá Maurer eru rann- sóknirnar komnar á það stig sem ekki hefur aðeins sögulegt gildi,“ segir Theodore M. Andersson í riti sínu um uppruna íslendingasagna. „Hann tek- ur fyrir öll hin sömu viðfangsefni sem eru til umræðu enn í dag.“ (The Problem of Icelandic Saga Origins, bls. 40.) Næstur á sömu braut sem Konrad Maurer var Björn M. Ólsen, og er alveg Ijóst hvert hann sækir fyrirmynd sína. Kringum síðustu aldamót birti hann ýmsar ritgerðir um íslendingasögur, meðal annars um Egilssögu og Gunn- laugssögu. Síðan varð Björn fyrsti kennari í íslenskri málfræði og bókmennt- um við Háskóla íslands frá 1911 til 1918, og varði fjórum af sjö kennsluárum sínum við háskólann til fyrirlestrahalds um íslendingasögur. Úrval úr fyrir- lestrum hans var prentað tæpum tveimur áratugum eftir andlát hans, í 6. bindi Safns til sögu íslands 1937-39. Þá höfðu margar af hugmyndum hans gengið í arf til yngri kynslóða, ekki síst í ritsafninu íslenskum fornritum. Segja má að Björn M. Ólsen hafi í kjölfar Maurers mótað þær aðferðir við tímsetningu íslendingasagna sem notaðar eru enn í dag, og niðurstöðum hans ber að miklu leyti saman við það sem síðar hefur verið talið. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.