Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 21

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 21
andvari JÓN LEIFS 19 Ferð hljómsveitarinnar til íslands vakti feiknalega athygli í þýskum blöðum og tímaritum, og fyrir hljómleikana í Osló og Bergen, sem hljómsveitin hélt á leiðinni til íslands, fengu þau Annie og Jón mjög lofsamlega dóma. Hljómsveitarferðin til íslands var Jóni mikil uppörvun þótt hún hafi fjárhagslega ekki gefið honum neitt í aðra hönd. Strax vorið 1927 byrj- aði hann að undirbúa aðra ferð til íslands, og hugðist hann þá koma með enn stærri hljómsveit og sigla með hana í kringum landið og halda tónleika í ýmsum kaupstöðum.23) Sú ferð átti að tengjast Alþingishá- tíðinni 1930, og vildi Jón í þeirri ferð kynna nýja stefnu sína í hljóm- sveitarstjórn, en um þá stefnu var hann einmitt um þær mundir að skrifa ritgerðir fyrir þýsk blöð. Það urðu Jóni mikil vonbrigði þegar Bæjarstjórn Reykjavíkur og undirbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar neituðu honum um styrki til ferðarinnar, enda var fjárhagslegur grundvöllur hennar þar með brostinn. Út af þessu máli skarst í odda á milli Jóns og söngmálanefndar Alþingishátíðarinnar, en í þeirri nefnd áttu sæti meðal annarra þeir frændurnir Sigfús Einarsson og Páll ísólfs- son. Af blaðaskrifum að dæma varð úr þessu illskeytt deila, og má ætla, að aldrei hafi fullkomlega gróið um heilt aftur á milli þeirra vin- anna Páls og Jóns. Jón hlaut yfirleitt mjög mikið lof í þýskum blöðum og tímaritum fyr- ir hljómsveitarstjórn sína, og var hann m.a. í Deutsches Musik- jahrbuch settur á stall með þeim Bruno Walter og Georg Schnéevoigt. Lofsamleg blaðaummæli duga hins vegar skammt til næringar líkam- ans, og þurfti Jón að leita nýrra ráða til þess að framfleyta fjölskyldu sinni. Hann sá sér tekjumöguleika í því að skrifa greinar í tónlistarblöð og tímarit, og liggur eftir hann frá þessum árum ótrúlegur fjöldi rit- gerða og greina um ýmis málefni tengd tónlist. Jón skrifaði meðal ann- ars fjölda greina um hljómsveitarstjórn og um túlkun klassískrar tón- listar. í þessum greinum kemur fram andúð hans á því sem hann kallar rómantíska túlkun klassískra verka, og í grein sem hann birti árið 1925 og nefndi „Gegen die Romantisierung klassischer Musik“, reyndi hann að sýna með tóndæmum úr fyrsta þætti 3. sinfóníu Beethovens hversu ónákvæm og bjöguð hin rómantíska túlkun gæti orðið.24) Af skrifum Jóns um túlkun tónlistar má sjá, að hann setti nákvæmnina í öndvegi og barðist gegn frjálslegri meðferð á verkum tónskáldanna. Erfitt er hins vegar að geta sér til um hvernig stjórnandi Jón sjálfur var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.