Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 109

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 109
ANDVARI SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS 107 stemmur eða gömul íslensk lög sem fjölskylduvinurinn Bjarni Thorarensen kyrjaði á gleðistundum í húsi gullsmiðsins á Bessastöðum? Kristín Guð- mundsdóttir, sem dvaldist fjögur ár vinnukona hjá Grími og Jakobínu á Bessastöðum, hefur sagt: „Grímur raulaði oft fyrir munni sér þegar hann gekk um gólf. Söngvinur var hann, þótt hann hefði ekki söngrödd.“ Hann hefur sem sagt aldrei lagt niður raulið þrátt fyrir áminningu Petersens Garð- prófasts á síðasta ári Garðvistarinnar. Petersen hnýtir við í dagbók sinni: „og það því fremur sem mér líst hann nokkuð erfiður sambýlismaður.“ í fundargerðum og skjalasafni Stúdentafélagsins er líka að finna nokkrar upplýsingar um Grím Thomsen á háskólaárum hans, og eru þær býsna keim- líkar því sem frá greinir í dagbók Garðprófasts. Pað er fyrst sumarið 1840 sem hann kemur við sögu Stúdentafélagsins meira en að nafni til, en þá taka atburðir að gerast sem Grímur á verulegan hlut að. Hann stendur á tvítugu og honum er farinn að vaxa fiskur um hrygg eftir þriggja ára dvöl á Garði, en þangað kom hann óharðnaður unglingur og líklega lítt þroskaður líkamlega. Til þessa bendir umsögn í skrá Stúdentaherdeildarinnar, þar sem Grímur innritaðist um leið og hann kom í háskólann. Þar stendur þessi setning við árið 1839: „Thomsen óæfður sökum lítils þroska.“ Stjórn Stúdentafélagsins fékk sumarið 1840 í júlí bréf frá P.L.Möller, keppinauti Gríms er síðar varð, sem bauðst til að taka að sér stöðu aðstoðar- bókavarðar hjá félaginu, en sams konar tilboð hafði þá áður borist frá Grími Thomsen. Petta mál lá í salti næstu vikur vegna ósamþykkis stjórnarinnar, en 17. ágúst 1840 lá fyrir samþykkt hennar um tvo aðstoðarmenn, Grím Thomsen og Hersleb, og fengu þeir svohljóðandi bréf: „Oss er ánægja að hafa móttekið boð yðar um útlán fyrir Bókasafn Stúd- entafélagsins í miðdegi þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2 - 3, og þökkum vér boðið um leið og vér bendum yður á að snúa yður um allt er þetta mál snertir til bókavarðarins Boye, sem undirritar hér ásamt öðrum. Væntum vér að þér gjörið svo vel að hefja útlánin á morgun, 18. (ágúst).“ Segir nú ekki frekar af þessu starfi fyrr en 8. febrúar 1841. Pá stendur í fundargerð Stúdentafélagsins: „...8) Sömuleiðis liggur frammi bréf frá herra Hersleb aðstoðarbókaverði þar sem hann segir upp því starfi og telur meginorsök framkomu félaga síns Gr. Thomsens jafnt við félagsmenn sem sjálfan hann, þar sem hann sé ókurt- eis við hina fyrrnefndu en fullur ofríkis gagnvart sér.“ Fyrir þessum fundi lá ennfremur kæra frá málfræðingnum J.H. Israel á hendur Grími Thomsen vegna framkomu hans. Niðurstaða stjórnarfundar var þessi: „Vegna þeirra tveggja bréfa var samþykkt að skrifa hr. Thomsen að af þeim sökum yrði að biðja hann að láta af starfi aðstoðarbókavarðar, þar sem mönnum hefði að auki borist margar munnlegar kærur. Einnig var ákveðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.