Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 85
ANDVARI
GLÍMT VIÐ SHAKESPEARE
83
fallinn til að víkka sjóndeildarhring íslenskra lesenda og vekja áhuga á ýmsu
sem lítill gaumur er gefinn hér.
En þessir hlutir, þótt spennandi séu og forvitnilegir, eru samt ekki aðalat-
riðið hér heldur skáldskapargildi sonnettanna og sú almenna viska sem í
þeim felst um tengsl fegurðar og varanleika fyrir tilverknað hinnar platonsku
ástarþrár sem knýr til sköpunar. Að sjálfsögðu bera þær merki þess tíma sem
þær eru ortar á, er orðskrúð var tíðkanlegt, eins og Daníel orðar það, en í
meðförum Shakespeares verður allt þess háttar að glæsilegri myndauðgi og
henni haldið í skefjum af skýrri meginhugsun sem oft birtist í samþjappaðri
mynd í tveim síðustu línunum. í þýðingu er einkar mikilvægt að þetta hvort
tveggja komist til skila, þannig að myndmálið styrki og skýri hugsunina að
baki en njóti sín jafnframt sem slíkt, og verður ekki annað séð en að
þýðandinn hafi gert til sín strangar kröfur að þessu leyti og tekist að sneiða
hjá þeim hættum að verða annaðhvort þokukenndur í máli eða flatneskju-
legur. Orðfæri hans er víðast kjarnmikið en á stundum nokkuð óvenjulegt
eða jafnvel sérviskulegt, svo sem þar sem hann notar orðið neinn fyrir eng-
inn eða ekki neinn, úð fyrir hugur eða sann fyrir sannleikur. Kveðandi hans
er yfirleitt jöfn og markviss, þannig að orðin fá oft talsverðan þunga. Þótt
hann nái ekki sama flugi og léttleika og Helgi í sínum þýðingum, þá hefur
hann vinninginn hvað nákvæmni snertir, og sums staðar er þýðing Daníels
beinlínis réttari eins og í sonnettu 104 þar sem hann þýðir ekki einungis „fair
friend“ með „vinur dýr“ en ekki „vina mín“ heldur skilur orðin „age un-
bred“ um „ókominn tíma“ en ekki um „ófædda elli“. Þetta má sjá með því að
bera þýðingar þeirra beggja á fleygu upphafserindi sonnettu númer 55 sam-
an við frumtextann sem hljóðar svo:
Not marble, nor the gilded monuments
Of princes, shall outlive this powerful rhyme;
But you shall shine more bright in these contents
Than unswept stone besmear’d with sluttish time.
Helgi orðar þetta svo:
Hver konungs gröf með gullinn bautastein
mun gleymast fyrr en þetta styrka ljóð
sem ávallt geymir bros þín bernskuhrein
þó blásnir varðar sökkvi í tímans flóð.
Og nú er komið að Daníel:
Neinn steinn né gylltur minnisvarði manns
svo máttkan óð sem þennan lifað fá,
því munt þú skína mest í línum hans
er mygla tímans þekur steinsins brá.