Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 8
6 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI að tónsmíðar Jóns féllu ekki að þeim frekar íhaldssama smekk á tón- Iist, sem var ríkjandi hér á landi fyrr á árum. Til þess var tónlist Jóns of óvenjuleg og áheyrendur áttu erfitt með að setja hana í samhengi við þá meginstrauma sem ríktu þá í tónlist. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess, að á síðustu árum hafi alls kyns kreddufesta í tónlist verið á hröðu undanhaldi, jafnt hérlendis og erlendis, og að virðing fyrir utangarðslist sé að aukast. Þessi þróun og eins það, að ekki ríkja lengur deilur um persónu Jóns, hafa leitt til þess að áhugi á tónlist hans hefur á síðustu árum stóraukist, og er þess vonandi ekki langt að bíða að verk hans hljóti þá virðingu sem þeim ber. Aðeins fátt eitt er til ritað um tónsmíðar Jóns Leifs, ævi hans og störf. í bók sinni íslands lag - þœttir sex tónmenntafrömuða, sem kom út árið 1973, rekur Hallgrímur Helgason æviferil Jóns og segir í al- mennu máli frá helstu tónverkum hans, en Hallgrímur var um langt árabil samstarfsmaður Jóns í Tónskáldafélagi íslands og í Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEFi. Þessi þáttur Hallgríms var ein mín helsta stoð þegar ég árið 1978 hóf rannsóknir mínar á verk- um og starfi Jóns, en þær rannsóknir beindust þá einkum að sjálfum tónsmíðum hans og að því tónmáli sem hann tileinkaði sér. Niðurstöð- ur þessara rannsókna minna birti ég í meistaraprófsritgerð minni, sem ég varði við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum árið 1980, en sú rit- gerð ber heitið Jón Leifs, Icelandic Composer: Historical Back- ground, Biography, Analysis of Selected Works. Þessari ritgerð fylgir endurbættur listi yfir tónsmíðar Jóns, skrá yfir greinar og ritgerðir sem birst hafa eftir hann í bæði íslenskum og erlendum tímaritum og blöð- um, og ennfremur listi yfir ýmsar þær heimildir sem á einn eða annan hátt tengjast tónsmíðum hans, lífi hans og starfi. Á síðastliðnu ári birt- ist svo gagnmerk ritgerð um Jón Leifs í sænska tónlistartímaritinu Ton- fallet eftir sænska tónvísindamanninn og tónlistargagnrýnandann Carl-Gunnar Áhlén. Þessi ritgerð er ekki síst merk fyrir það, að í henni kemur fram mikill fróðleikur um líf og starf Jóns á þeim árum er hann bjó í Þýskalandi, en þessa fróðleiks aflaði höfundur greinarinnar sér í þýskum bóka- og heimildasöfnum. Þá birtast í greininni mikilsverðar upplýsingar, sem tengjast þeim tímaskeiðum eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar, þegar Jón og fjölskylda hans dvöldust í Svíþjóð. Ýmsar aðrar ritsmíðar hafa birst á síðustu árum um Jón Leifs og verk hans, en af fæstum þeirra er neitt það að græða, sem ekki hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.