Andvari - 01.01.1990, Page 8
6
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
að tónsmíðar Jóns féllu ekki að þeim frekar íhaldssama smekk á tón-
Iist, sem var ríkjandi hér á landi fyrr á árum. Til þess var tónlist Jóns of
óvenjuleg og áheyrendur áttu erfitt með að setja hana í samhengi við
þá meginstrauma sem ríktu þá í tónlist.
Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess, að á síðustu árum hafi
alls kyns kreddufesta í tónlist verið á hröðu undanhaldi, jafnt hérlendis
og erlendis, og að virðing fyrir utangarðslist sé að aukast. Þessi þróun
og eins það, að ekki ríkja lengur deilur um persónu Jóns, hafa leitt til
þess að áhugi á tónlist hans hefur á síðustu árum stóraukist, og er þess
vonandi ekki langt að bíða að verk hans hljóti þá virðingu sem þeim
ber.
Aðeins fátt eitt er til ritað um tónsmíðar Jóns Leifs, ævi hans og
störf. í bók sinni íslands lag - þœttir sex tónmenntafrömuða, sem kom
út árið 1973, rekur Hallgrímur Helgason æviferil Jóns og segir í al-
mennu máli frá helstu tónverkum hans, en Hallgrímur var um langt
árabil samstarfsmaður Jóns í Tónskáldafélagi íslands og í Sambandi
tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEFi. Þessi þáttur Hallgríms
var ein mín helsta stoð þegar ég árið 1978 hóf rannsóknir mínar á verk-
um og starfi Jóns, en þær rannsóknir beindust þá einkum að sjálfum
tónsmíðum hans og að því tónmáli sem hann tileinkaði sér. Niðurstöð-
ur þessara rannsókna minna birti ég í meistaraprófsritgerð minni, sem
ég varði við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum árið 1980, en sú rit-
gerð ber heitið Jón Leifs, Icelandic Composer: Historical Back-
ground, Biography, Analysis of Selected Works. Þessari ritgerð fylgir
endurbættur listi yfir tónsmíðar Jóns, skrá yfir greinar og ritgerðir sem
birst hafa eftir hann í bæði íslenskum og erlendum tímaritum og blöð-
um, og ennfremur listi yfir ýmsar þær heimildir sem á einn eða annan
hátt tengjast tónsmíðum hans, lífi hans og starfi. Á síðastliðnu ári birt-
ist svo gagnmerk ritgerð um Jón Leifs í sænska tónlistartímaritinu Ton-
fallet eftir sænska tónvísindamanninn og tónlistargagnrýnandann
Carl-Gunnar Áhlén. Þessi ritgerð er ekki síst merk fyrir það, að í henni
kemur fram mikill fróðleikur um líf og starf Jóns á þeim árum er hann
bjó í Þýskalandi, en þessa fróðleiks aflaði höfundur greinarinnar sér í
þýskum bóka- og heimildasöfnum. Þá birtast í greininni mikilsverðar
upplýsingar, sem tengjast þeim tímaskeiðum eftir lok síðari heims-
styrjaldarinnar, þegar Jón og fjölskylda hans dvöldust í Svíþjóð.
Ýmsar aðrar ritsmíðar hafa birst á síðustu árum um Jón Leifs og
verk hans, en af fæstum þeirra er neitt það að græða, sem ekki hefur