Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 72

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 72
70 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ANDVARI áfram að vera barn allt sitt líf. Sagan fylgir honum til Spánar í framandi um- hverfi þar sem hann kynnist Spánverjanum Rafael, Yolöndu frá Hondúras og Mögdu frá Spænsku-Guíneu. Öll tengjast þau ólöglegri starfsemi gegn einræðisstjórninni og í hópi þeirra er Einar alltaf eins og barn, hann hefur engan áhuga á baráttu þeirra, er oftast fullur eða hann þykist vera að stunda nám í háskólanum eða þá að skrifa skáldsöguna. Þegar leiðir þeirra skilja, finnur hann þýska stúlku sem gengur honum eiginlega í móður stað þótt samband þeirra eigi að heita ástarsamband. I samskiptum sínum við Unu hefur Einar komið ákaflega illa fram. Ekki er nóg með að hann ræði stöðugt við hana áform sín um að fara utan án þess að það hvarfli að honum að hún vilji fara með honum eða bíða eftir honum en ljóst er að hún elskar hann mikið. í lok sögunnar kemur einnig fram að hann hefur hálfneytt hana í ólöglega fóstureyðingu sem hefur síðar þau áhrif að hún getur ekki orðið barnshafandi. Þannig á hann mikinn þátt í því að eyðileggja líf hennar. Á Spáni á hann í ástarsambandi við Yolöndu, sem leggur stund á læknisfræði. í sögunni er stöðugt verið á minna á sektina: „Það er sárt að vera sekur“ (bls. 17) og þessi sekt virðist einkum tengjast því hvernig Einar brást Yolöndu. Sú minning er svo óþægileg og sársaukafull að stöðugt er dregið að lýsa því nákvæmlega hvað gerðist. Síðar kemur í ljós að Einar hefur við yfirheyrslu hjá lögreglunni gefið upp fullt nafn Yolöndu og heimilisfang og látið það fylgja með að hún sé kommúnisti. Skömmu síðar er hún rekin úr landi. Hann fréttir að hún sé komin til Parísar, fær heimilisfang hennar og leggur af stað til Parísar um jólin með nýju vinkonunni, Elsu, til þess að gera upp við Yolöndu. Pegar fundum þeirra ber aftur saman, kemur hins vegar í ljós að það er sennilega alls ekki Einari að kenna að hún var rekin úr landi eða að minnsta kosti heldur Yolanda að það sé öðrum manni að kenna. Einar er þannig skyndilega sviptur sektarkennd sinni og smám saman verður ljóst að í samskiptum sínum við Yolöndu er Einar enginn áhrifavaldur, hann er í raun aðeins peð í tafli. Það kemur fram að hún hefur í fyrstu mjög takmarkaðan áhuga á honum, en eltir hann síðar uppi, óvenju vel tilhöfð að hans mati og býður honum í bíó. Hún er gjörólík Einari, henni er umhugað um að ljúka námi, hún er á kafi í andspyrnuhreyfingu gegn ein- ræðisstjórninni og það er ljóst að hún er ekki sérstaklega hrifin af Einari, hún sér í gegnum hann og skammar hann fyrir eigingirni og drykkjuskap. Sá tími kemur líka að hún hefur fengið nóg af Einari. Hann var fluttur inn til hennar en dag nokkurn segir hún honum að fara. Pegar hann fæst ekki til þess, segir hún „þá fer ég“ (bls. 132) og stendur við það. Pannig er reynsla Einars á Spáni gjörólík fortíð hans á íslandi, honum hafði aldrei dottið í hug að taka tiHit til annarra, fyrir honum var fólk „lítið annað en loddarar á sviði“ (bls. 121) en á Spáni verður hann sjálfur leiksoppur. Allt bendir til þess að Yol- anda hafi tekið upp samband við hann til að eyða grunsemdum lögreglunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.