Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 97

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 97
andvari VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR fSLENDINGASAGNA? 95 sögu, Egilssögu og Laxdælu. Hann telur Glúmu standa nokkru framar Bjarnarsögu að list, en að byggingu sé hún líkust Egilssögu, og samkvæmt því skipar hann henni „hér um bil milli 1230 og 1240. ... Ekkert verður fund- ið til að tímasetja Víga-Glúms sögu nákvæmar en þetta,“ segir Turville- Petre. Öfgafyllsta dæmi um misnotkun þróunarkenningarinnar er að finna í for- mála Bjarnar K. Þórólfssonar fyrir Gíslasögu í 6. bindi íslenskra fornrita (1943), bls. xl-xli. „í henni (þ.e. Gíslasögu) eru viðvaningslegar veilur, þrátt fyrir listfengi höfundarins sem fræðimenn hafa lofað að maklegleikum,“ seg- ir Björn Karel - og lýsir þessum viðvaningsbrag nokkru nánar. Síðan heldur hann áfram: „Þegar svona lagaðir gallar finnast í sögu sem ber vott um mikla rithöfundar hæfileika, má teljast vafasamt að höfundur hennar hafi lesið slík meistaraverk sem Egils sögu og Laxdælu. Sé Egils saga rituð á árunum 1220-30, mætti sennilegt virðast að vestfirskur sagnaritari um 1260 hefði kynnst henni. Laxdæla mun vera frá miðri 13. öld, og má ætla að hún hafi fljótt náð mikilli útbreiðslu. Samkvæmt þessu er sennilegt að Gísla saga sé fremur rituð rétt fyrir en eftir 1250.“ VI í stuttri ritgerð sem þessari er enginn kostur að taka alla aldursröðun Sigurð- ar Nordals (og íslenskra fornrita) upp til endurskoðunar, enda þyrfti ég þá að búa yfir þekkingu sem hvergi er til enn sem komið er. Ég mun því láta við það sitja að setja fram nokkur almenn sjónarmið og drepa á fáeinar sögur sem skipa mikilvægan sess í tímatalinu og sem ég tel líklegt að tímasetja beri á annan veg en gert hefur verið. Pað væri mjög mikilvægt ef unnt væri að tímasetja upphaf þessarar bók- menntagreinar, því að síðan má oft með allmiklum líkum marka afstæðan aldur einstakra sagna, en hitt er torveldara að finna tengsl við raunverulegt tímatal. Þegar ráða skal í uppruna og aldur íslendingasagna mundi vera ráð- legt að líta fyrst á það sem öruggt má telja varðandi hina fornu sagnaritun. Mörg handrit og handritabrot sýna að heilagra manna sögur, þýddar úr latínu eða endursamdar eftir latneskum frumtextum, eru margar frá 12. öld. Handrit gefa ekki öðrum tegundum sagna svo fornan vitnisburð, og má lík- legt telja að þessar helgisögur séu elstu sögur sem ritaðar voru á norrænu máli. Eiríkur Oddsson, ókunnur íslenskur maður, ritaði einskonar samtíðar- sögu sem nefnd var Hryggjarstykki um eða laust eftir miðja 12. öld. Ritið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.