Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 84

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 84
82 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI hefur ekki eingöngu brugðið sér í ýmis líki sem leikskáld, heldur og léð sín- um eigin tilfinningum mál á annan og persónulegri hátt í hinum frægu sonn- ettum sínum sem skipa þessum jöfri leiksviðsins einnig á fremsta bekk meðal ljóðskálda. Það verður því hiklaust að teljast viðburður í heimi bókmenntanna er þessar sonnettur koma nú loks út allar með tölu í íslenskri þýðingu. Áður hafa að vísu birst fimmtán þeirra í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og var það vissulega gott svo langt sem það náði. En þessar sonnettur eru því marki brenndar að hver þeirra út af fyrir sig glitrar sem einstök perla, en saman komnar mynda þær eitt meiri háttar djásn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að sonnetturnar eru síður en svo auðþýddari en leikritin, enda hef- ur sonnettan, eða „sónhátturinn“ eins og hún er nefnd einhvers staðar af þýðanda, löngum verið talin til dýrari hátta. En áður en við snúum okkur að þýðingunum sjálfum, er rétt að minna á að þótt þær kunni að svipta hulunni af persónu „svansins frá Avon“ að ein- hverju leyti, eru þær sjálfar sveipaðar ýmsum hulum leyndardóma sem hafa orðið tilefni mikilla vangaveltna og mörg lærð ritverk hafa verið sett saman um. Það fer því ekki illa á því að þýðingu Daníels skuli vera fylgt úr hlaði með ítarlegum formála hans um þau efni, þar sem leitast er við að kanna samhengið milli kvæðanna og ævi skáldsins. Þetta er gert mjög rækilega og á greinargóðan hátt, en hins vegar gætu einhverjum þótt þær skýringar sem þar eru bornar á borð nokkuð einhliða, þar sem þær eru nær eingöngu byggðar á kenningum eins fræðimanns af mörgum, sem heitir A.E. Rowse. Honum tekst að vísu að láta allt ganga upp að því er virðist og það jafnvel í smáatriðum, sem er auðvitað alltaf skemmtilegt, en kenningar hans eru þó kannski ekki að öllu leyti á bjargi reistar og óyggjandi. Þessar kenningar ganga út frá því að sonnetturnar séu ortar til jarlsins af Southampton, vernd- ara skáldsins, og séu því einhvers konar skyldulof skjólstæðings til velgerð- armanns líkt og Arinbjarnarkviða. Ef við tökum hins vegar hátíðlega hina frægu tileinkun „to the onlie begetter of these insuing sonnets Mr W. H.“ og skiljum ekki orðið „begetter“ sem „handhafi“ eins og Daníel gerir heldur eftir algengari merkingu sagnarinnar „beget“ sem „sá er gat af sér“, þá kynnu böndin að dómi sumra að berast að William nokkrum Herbert, jarli af Pembroke, en fleiri nöfn með sömu upphafsstöfum hafa reyndar verið nefnd í þessu sambandi, og gefur það hugsanlega nokkra skýringu á orða- leikjum með nafnið „Will“ í sonnettu númer 135. Það er líka ástæðulaust að leiða hjá sér sem eitthvað „óviðurkvæmilegt“ þann augljósa ástarhug sem Shakespeare tjáir í sonnettunum til einstaklings af sama kyni á líkan hátt og þau Sapfó hin gríska og meistari Michelangelo gerðu á undan honum. Hvað sem þessu líður er formálinn hin gagnlegasta lesning á undan sonnettunum og eftirmálinn, sem er samantekt um ástarkveðskap síðmiðalda, einnig vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.