Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 127
ANDVARI
LITBRIGÐI JARÐAR, LÍFS OG ORÐA
125
sem allar miða að því að nota sem upprunalegasta íslensku. Stundum valda
þessar breytingar þó því að skáldið fjarlægist anda þess tíma, sem sögurnar
gerast í, einkum borgarsögurnar.
Smásögur Ólafs Jóhanns eru flestar verk mjög ungs manns og þær bera
þess merki. Ekki vegna þess að þær skorti þroska. Ekki vegna þess að á þeim
sé byrjendabragur. Heldur vegna þess að þær eru unglegar í beinskeytni
sinni, hvassri framsetningu sinni. Ólafur Jóhann þótti hæðinn, hvassyrtur og
tilfinninganæmur ungur maður og um það eru smásögur hans einnig vitnis-
burður. Síðar á ævinni var mildi einkenni á persónu hans og verk hans ein-
kenndust af fágun og ögun: þau eru yfirleitt ekki eins hvassyrt og beitt og
smásögurnar og stundum eins og brunnur liðinna tíma fremur en spegill
samtímans.
í smásögum Ólafs Jóhanns er glíma við formið ekki til. Par er hins vegar
glímt með forminu, því er ávallt beitt sem vopni. Par er ekki heldur gerð
tilraun til að heilla lesendur með því sem kallast gæti markviss ómarkvissa og
lætur lesandann berast um fljótandi, ístöðulausar setningar. Sögur hans eru
nánast eins og módel, þær eru eins og fyrirmyndir að góðum smásögum, eins
og skóli í klassískri beitingu formsins eins og það hafði þróast í Evrópu og
Ameríku. Jafnframt leit Ólafur Jóhann Sigurðsson á sig sem sprottinn úr
jarðvegi íslenskra sagnameistara, hann leit á tengsl sögumanns og lesanda
sem náin tengsl, hann var sagnaþulur, sem vildi helst sjá í augu lesenda sinna
eins og baðstofuþulirnir forðum, hann vildi verða skilinn og vildi jafnframt
skilja lesendur sína, hann vildi hafa áhrif.
Og þau hafði hann.