Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 68
66 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ANDVARI Daníel, sem er talsvert eldri en hún. 1 staðinn spjallar hún við rokkinn sem hún finnur uppi á háalofti enda tengist hann minningum hennar úr sveitinni. Og ennþá mikilvægara fyrir hana er að hún nær eins konar sambandi við mynd af konu sem hangir uppi á vegg: „Stelpan horfði á konuna hugfangin. Sagði undurlágt: - Þekkirðu mig?“ (bls. 39). Myndin tengist minningu telpunnar um móður sína en sú minning er mikilvægt tákn í sögunni eins og síðar verður komið að. Þegar telpan liggur veik í rúminu finnst henni konan á veggnum koma til sín inn í herbergið með skærasta ljós: „Á vörum konunn- ar þetta daufa bros, um höfuðið þykk fléttan. Guðsmóðir. Þrekin um háls- inn. Hann prýddur mjórri gullbryddingu. Úr augunum hlýja. Ró“ (bls. 76). Það kemur einnig fram að Sigurrós, konan sem tekur hana að sér, skyggir á myndina af konunni á veggnum: „Sjaldan gat stelpan skoðað hana almenni- lega þvíað á kvöldin tók Sigurrós stól og færði að lampanum, settist við hann- yrðir. Huldi pessa hlýju mynd“ (bls. 20). III Hlutskipti kvenna og reynsla þeirra er efni sem er alls staðar mikilvægt í bók- um Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Þegar hefur verið minnst á smásöguna um telpu sem kynnist kjörum nokkurra kvenna. í sömu bók segir frá konu sem velur að ganga með barn og ala það þótt hún sé einhleyp og orðin nokkuð fullorðin. Þar er einkum fjallað um viðbrögð samfélagsins sem getur illa sætt sig við konur sem vilja standa á eigin fótum. Þótt skáldsagan Pel sé sögð frá sjónarhorni karlmanns, kemst reynsla kvenna þar mjög vel til skila. Yolanda og Una eru andstæður að því leyti að sú fyrrnefnda hefur stjórn á lífi sínu, skapar sér sína eigin tilveru en hin síðar- nefnda ekki. Myndin af Unu verður æ skýrari eftir því sem líður á söguna. Smám saman er farið lengra aftur í fortíð hennar, fátækt hennar er afar vel lýst og þeirri sáru auðmýkt sem henni fylgir. Á einfaldan og fallegan hátt kemur fram hvernig henni líður þegar hún veit að hún á von á barni. Þá „gekk hún inn í veröld sem hún nýlega hafði eignast. Þá veröld átti hún ein. Það var góð tilfinning" (bls. 179). Einar getur hins vegar ekki sætt sig við þetta, er sjálfur á förum og sendir hana til læknis til þess að láta eyða fóstr- inu. Lýsingin á fóstureyðingunni á sér langan aðdraganda. Barnleysi Unu og þrá hennar eftir að eignast barn er upphaf þess aðdraganda. Síðan er undir- búningi fóstureyðingarinnar lýst aftur og aftur með vissu millibili, kvíða Unu, vonbrigðum með Einar og eftirsjá. Loks dynur yfir hræðileg lýsing á sjálfri aðgerðinni og hinum líkamlega sársauka. Fóstureyðingin er í vitund sögumanns tengd öðru atviki sem hann á harla erfitt með að horfast í augu við; þegar hann sjálfur misþyrmir Unu löngu síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.