Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 35
ANDVARI JÓN LEIFS 33 og krefst flutningur verksins þess vegna uppfærslu á leiksviði. Þótt nú séu liðin meira en fjörutíu ár frá því að Jón lauk við smíði þessa tóndrama hefur það ekki enn verið fært upp. Á árinu 1951, þegar liðin voru um það bil tólf ár frá því að Jón lauk við Eddu I, Oratorium - Sköpun heimsins, byrjaði hann að semja óratoríu, sem hann nefndi Eddu II, Oratorium - Líf guðanna. Enn á ný leitaði Jón fanga í norrænu goðsögunum. Þessi óratoría er skrifuð fyrir einsöngvara, blandaðan kór, sex fornaldarlúðra, stóra slagverks- sveit og sinfóníuhljómsveit. Eftir að hafa skrifað fyrsta þáttinn lagði Jón verkið á hilluna og snerti ekki aftur á því fyrr en um það bil tíu árum síðar. Það má telja líklegt, að þær slæmu viðtökur, sem þættirnir úr Eddul fengu á hljómleikunum í Kaupmannahöfn 1952, hafi dregið úr Jóni kjark og hann þess vegna gert þetta hlé á smíði Eddu II. Jón lauk við smíði Eddu 7/sumarið 1966. Hann hófst þá strax handa við smíði þriðju og síðustu óratoríunnar í £'ífí/w-þríleiknum, Eddu III, Oratorium - Endurreisn op. 65. Honum entist ekki aldur til að ljúka þessu verki, en hann gaf þær leiðbeiningar áður en hann dó, að flutn- ingi Eddu III mætti ljúka með því að leika annaðhvort Fine I op. 55 fyrir sinfóníuhljómsveit eða Fine II op. 56 fyrir víbrafón og strengja- sveit. Jón skrifaði bæði verkin í nóvember 1963. Mörg síðari verka Jóns eru innblásin af náttúru landsins og lands- lagi. Fetta er hermitónlist og bera sum þessara verka nöfn þekktra náttúrufyrirbrigða. Hljómsveitarverkin Geysir op. 51 ogHeklaop. 52, sem bæði eru frá árinu 1961, eru mikilfenglegar hljóðmyndir, inn- blásnar af takmarkalausum krafti náttúruaflanna, og í tónverkinu Dettifoss op. 57, sem Jón samdi við samnefnt ljóð Einars Benedikts- sonar, er manninum lýst í smæð sinni andspænis tröllslegum mætti náttúrunnar. Síðastnefnda verkið er fyrir einsöngvara, blandaðan kór og hljómsveit og er það frá árinu 1964. Landsins forni fjandi, hafísinn, varð Jóni rúmlega ári síðar tilefni til smíði tónverksins Hafís op. 63 fyrir blandaðan kór og hljómsveit. Texti þessa verks er einnig eftir Einar Benediktsson. Á síðustu æviárum sínum einbeitti Jón sér einkum að smíð sin- fónískra verka, með eða án söngs. Um nokkur þeirra hefur nú þegar verið getið, en til viðbótar má telja Jónasar minni Hallgrímssonar op. 48 fyrir kór og hljómsveit, Nótt op. 59 fyrir einsöngvara og hljómsveit, Darraðarljóð op. 60 fyrir kór og hljómsveit, Helga kviðu Hundings- bana op. 61 fyrir einsöngvara og kammerhljómsveit, og Grógaldr op.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.