Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 75
andvari „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM“ 73 gagnvart öðrum, um hlutskipti þess sem er ranglæti beittur og um hlutskipti þess sem níðist á náunga sínum. Það á einnig við um skáldsöguna Hringsól eins og þegar hefur komið fram en hún er á ýmsan hátt margræðari og flóknari en fyrri bækurnar. Megin- táknið í þeirri bók er fjall bernskunnar. Þannig er því lýst í upphafi: „tígulegt fjall. Þegar staðið var hinumegin fjarðarins var múlinn eins og konuhár sem hrundi niður í öldurnar. Kona á líkbörum og krosslagði hendur upp við háan barm“ (bls. 8-9). Það tengist minningu stelpunnar um mömmu hennar sem er dáin: „alltíeinu stendur hún við börur. Hár fellur niður á skemmugólf. Andlit mömmu kalt þegar hún dengir á það kossi“ (bls. 73). Mynd hennar af móðurinni er afar óljós en hún man vel „ósegjanlega hlýju“. Þegar Bogga var búin að missa son sinn, Fjalar, langaði hana til að deyja og verða eins og þetta fjall, verða þessi kona. Alla söguna stefnir hún að þessu fjalli í óeigin- legri merkingu, hún ætlar til fundar við konu sem býr í þokunni. Konan/fjall- ið er margslungið tákn, það er í þorpinu þar sem hún ólst upp við sjó, það er upphaf lífsins, móðirin og þangað fer hún til að finna sjálfa sig og til þess að deyja. Það myndar andstæðu við annað tákn í sögunni sem er húsið. Mestan hluta ævi sinnar er Bogga í þessu húsi og því fylgir engin hamingja. Sigurrós varar hana við ágirndinni sem fylgir þessu húsi. Bogga á mjög ljúfa minningu sem kemur fram aftur og aftur þar sem hún situr með Fjalar lítinn á teppi í sólskini í Hljómskálagarðinum: „Það er hægt að gleyma veröldinni þegar maður liggur í skjóli á teppi með endalausan blámann yfir sér og barnshönd í lófanum. Miskunnarleysið fjarri“ (bls. 44). Þetta er frá þeim tíma í lífi henn- ar þegar hún bjó ekki í húsinu, hún var að vísu fátæk, einstæð móðir en hún lifði þó nokkurn veginn sínu eigin lífi. Knútur, maðurinn sem hún elskaði og faðir Fjalars, hafði sagt við hana: „svona gæti hún ekki látið fara með sig og yrði aldrei frjáls meðan hún byggi í þessu húsi“ (bls. 271). Síðar á ævinni þegar hún er gift Daníel, stendur hún enn og horfir í átt að húsinu: „Endur fyrir löngu hafði hún setið á þessum sama bletti og mænt heim að húsinu, yfir henni endalaus bláminn. í lófanum barnshönd. Allt miskunnarleysi fjarri. Nú horfði það grett framan í hana og hún hryllti sig; varð ekki snúið aftur. Þangað sem fegurðin bjó“ (bls. 143). Hvað eftir annað kemur fram þrá hennar eftir að komast burt úr húsinu, en um leið vonleysi: „Vonlítið að hún kæmist héðan“ (bls. 114). Þegar hún er orðin gömul kona í húsinu býr enn með henni sama hugsun: „Meðfram karminum napur gustur, ég finn til sárs- aukans í hnénu; fálma eftir staf. Vonlítið að komast héðan“ (bls. 109). Með- an sögunni vindur fram, fer hún samt alfarin úr húsinu og tekur sér bíl út í sveit. Því ferðalagi lýsir hún á mjög táknrænan hátt sem sinni hinstu ferð og um leið er eins og hún sé hálfpartinn að spauga. Hún segir t.d. um bílstjór- ann: „bauðst meira að segja til að flytja mig yfir, hvernig sem hann ætlar að fara að því. Ekki er mér kunnugt um að það hafi verið smíðuð brú yfir þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.