Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 75
andvari
„EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM“
73
gagnvart öðrum, um hlutskipti þess sem er ranglæti beittur og um hlutskipti
þess sem níðist á náunga sínum.
Það á einnig við um skáldsöguna Hringsól eins og þegar hefur komið fram
en hún er á ýmsan hátt margræðari og flóknari en fyrri bækurnar. Megin-
táknið í þeirri bók er fjall bernskunnar. Þannig er því lýst í upphafi: „tígulegt
fjall. Þegar staðið var hinumegin fjarðarins var múlinn eins og konuhár sem
hrundi niður í öldurnar. Kona á líkbörum og krosslagði hendur upp við háan
barm“ (bls. 8-9). Það tengist minningu stelpunnar um mömmu hennar sem
er dáin: „alltíeinu stendur hún við börur. Hár fellur niður á skemmugólf.
Andlit mömmu kalt þegar hún dengir á það kossi“ (bls. 73). Mynd hennar af
móðurinni er afar óljós en hún man vel „ósegjanlega hlýju“. Þegar Bogga
var búin að missa son sinn, Fjalar, langaði hana til að deyja og verða eins og
þetta fjall, verða þessi kona. Alla söguna stefnir hún að þessu fjalli í óeigin-
legri merkingu, hún ætlar til fundar við konu sem býr í þokunni. Konan/fjall-
ið er margslungið tákn, það er í þorpinu þar sem hún ólst upp við sjó, það er
upphaf lífsins, móðirin og þangað fer hún til að finna sjálfa sig og til þess að
deyja. Það myndar andstæðu við annað tákn í sögunni sem er húsið. Mestan
hluta ævi sinnar er Bogga í þessu húsi og því fylgir engin hamingja. Sigurrós
varar hana við ágirndinni sem fylgir þessu húsi. Bogga á mjög ljúfa minningu
sem kemur fram aftur og aftur þar sem hún situr með Fjalar lítinn á teppi í
sólskini í Hljómskálagarðinum: „Það er hægt að gleyma veröldinni þegar
maður liggur í skjóli á teppi með endalausan blámann yfir sér og barnshönd í
lófanum. Miskunnarleysið fjarri“ (bls. 44). Þetta er frá þeim tíma í lífi henn-
ar þegar hún bjó ekki í húsinu, hún var að vísu fátæk, einstæð móðir en hún
lifði þó nokkurn veginn sínu eigin lífi. Knútur, maðurinn sem hún elskaði og
faðir Fjalars, hafði sagt við hana: „svona gæti hún ekki látið fara með sig og
yrði aldrei frjáls meðan hún byggi í þessu húsi“ (bls. 271). Síðar á ævinni
þegar hún er gift Daníel, stendur hún enn og horfir í átt að húsinu: „Endur
fyrir löngu hafði hún setið á þessum sama bletti og mænt heim að húsinu, yfir
henni endalaus bláminn. í lófanum barnshönd. Allt miskunnarleysi fjarri.
Nú horfði það grett framan í hana og hún hryllti sig; varð ekki snúið aftur.
Þangað sem fegurðin bjó“ (bls. 143). Hvað eftir annað kemur fram þrá
hennar eftir að komast burt úr húsinu, en um leið vonleysi: „Vonlítið að hún
kæmist héðan“ (bls. 114). Þegar hún er orðin gömul kona í húsinu býr enn
með henni sama hugsun: „Meðfram karminum napur gustur, ég finn til sárs-
aukans í hnénu; fálma eftir staf. Vonlítið að komast héðan“ (bls. 109). Með-
an sögunni vindur fram, fer hún samt alfarin úr húsinu og tekur sér bíl út í
sveit. Því ferðalagi lýsir hún á mjög táknrænan hátt sem sinni hinstu ferð og
um leið er eins og hún sé hálfpartinn að spauga. Hún segir t.d. um bílstjór-
ann: „bauðst meira að segja til að flytja mig yfir, hvernig sem hann ætlar að
fara að því. Ekki er mér kunnugt um að það hafi verið smíðuð brú yfir þessa