Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 16
14
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
skammti, einkum fannst Jóni skorta feitmeti og sápu, og það sem
fékkst var oft dýrara en svo, að fátækur námsmaður ofan af íslandi
gæti keypt það. Peningasendingarnar frá foreldrum Jóns dugðu hon-
um vart til nauðsynlegustu framfærslu, en matvælasendingar með
smjöri, riklingi og ýmsu öðru góðgæti riðu oft baggamuninn. Fátæktin
hrjáði Jón ekki svo mjög á námsárunum, en eftir að hann var kominn
með fjölskyldu varð hún honum ánauð, - ánauð sem hann losnaði ekki
úr fyrr en hann settist endanlega að á íslandi að lokinni síðari heims-
styrjöldinni.
Þrátt fyrir skort og peningaleysi var Jón mjög ánægður með veru
sína í Leipzig, og hann prísaði sig sælan yfir því að hafa ekki farið til
náms í Kaupmannahöfn. Jón og Páll ísólfsson deildu með sér herbergi
á gistiheimili fyrstu veturna sem Jón var í Leipzig og skapaðist þá með
þeim vinátta, sem átti síðar eftir að reyna mikið á.
Nýr heimur opnaðist fyrir Jóni þegar hann kom til Þýskalands, og
hann gekkst hinni miðevrópsku menningu skilyrðislaust á hönd:
Sautján ára gamall kynntist ég veröld sem var mér á allan hátt ókunnug. Allt
var mér framandi, daglegt líf sem hin æðsta list, jafnvel ennþá meira framandi
en sú veröld sem í dag mætir Evrópumanni í Austurlöndum. Þá sá ég í fyrsta
sinni sporvagna, járnbrautir og ótalmargt fleira. Mér virtust Miðevrópubúar
vera af framandi kynþætti og ég hlaut því að verða þögull og feiminn, og það
tók mig mörg ár að öðlast skilning á daglegri hegðun þeirra og framkomu.
Aldrei flaug mér í hug að efast um yfirburði hinnar evrópsku menningar."’
Hann hreifst af hinu nýja umhverfi sínu og áhrifin af því að heyra í
fyrsta sinn sinfóníuhljómsveit leika voru yfirþyrmandi:
Mín fyrsta gönguferð um hávaxin trjágöng var táknræn: Haustlitað lauf féll af
trjánum og barst fyrir vindi. Aldrei hafði ég séð neitt þvíumlíkt og aldrei hafði
ég kallað fram í huga mínum þvílíka mynd. Ámóta táknrænt var það mér þegar
ég í fyrsta sinn hlýddi á leik sinfóníuhljómsveitar: Faust-sinfóníu Franz Liszts.
Mér fannst þá eins og ég gæti kastað mér á gólfið og æpt hástöfum af undrun.12)
Jón hafði aðeins verið fjóra daga í Leipzig þegar hann tók inntöku-
próf í tónlistarháskólann þar, Konservatorium der Musik zu Leipzig.
Hann stóðst prófið og gerðist nemandi í píanóleik hjá Robert
Teichmuller (1863-1939), en Teichmuller var einn þekktasti píanó-
kennari þess tíma í Mið-Evrópu. Eftir fyrsta píanótímann lét
Teichmúller þau orð falla, að Jón væri músíkalskur en skorti alla