Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 16

Andvari - 01.01.1990, Side 16
14 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI skammti, einkum fannst Jóni skorta feitmeti og sápu, og það sem fékkst var oft dýrara en svo, að fátækur námsmaður ofan af íslandi gæti keypt það. Peningasendingarnar frá foreldrum Jóns dugðu hon- um vart til nauðsynlegustu framfærslu, en matvælasendingar með smjöri, riklingi og ýmsu öðru góðgæti riðu oft baggamuninn. Fátæktin hrjáði Jón ekki svo mjög á námsárunum, en eftir að hann var kominn með fjölskyldu varð hún honum ánauð, - ánauð sem hann losnaði ekki úr fyrr en hann settist endanlega að á íslandi að lokinni síðari heims- styrjöldinni. Þrátt fyrir skort og peningaleysi var Jón mjög ánægður með veru sína í Leipzig, og hann prísaði sig sælan yfir því að hafa ekki farið til náms í Kaupmannahöfn. Jón og Páll ísólfsson deildu með sér herbergi á gistiheimili fyrstu veturna sem Jón var í Leipzig og skapaðist þá með þeim vinátta, sem átti síðar eftir að reyna mikið á. Nýr heimur opnaðist fyrir Jóni þegar hann kom til Þýskalands, og hann gekkst hinni miðevrópsku menningu skilyrðislaust á hönd: Sautján ára gamall kynntist ég veröld sem var mér á allan hátt ókunnug. Allt var mér framandi, daglegt líf sem hin æðsta list, jafnvel ennþá meira framandi en sú veröld sem í dag mætir Evrópumanni í Austurlöndum. Þá sá ég í fyrsta sinni sporvagna, járnbrautir og ótalmargt fleira. Mér virtust Miðevrópubúar vera af framandi kynþætti og ég hlaut því að verða þögull og feiminn, og það tók mig mörg ár að öðlast skilning á daglegri hegðun þeirra og framkomu. Aldrei flaug mér í hug að efast um yfirburði hinnar evrópsku menningar."’ Hann hreifst af hinu nýja umhverfi sínu og áhrifin af því að heyra í fyrsta sinn sinfóníuhljómsveit leika voru yfirþyrmandi: Mín fyrsta gönguferð um hávaxin trjágöng var táknræn: Haustlitað lauf féll af trjánum og barst fyrir vindi. Aldrei hafði ég séð neitt þvíumlíkt og aldrei hafði ég kallað fram í huga mínum þvílíka mynd. Ámóta táknrænt var það mér þegar ég í fyrsta sinn hlýddi á leik sinfóníuhljómsveitar: Faust-sinfóníu Franz Liszts. Mér fannst þá eins og ég gæti kastað mér á gólfið og æpt hástöfum af undrun.12) Jón hafði aðeins verið fjóra daga í Leipzig þegar hann tók inntöku- próf í tónlistarháskólann þar, Konservatorium der Musik zu Leipzig. Hann stóðst prófið og gerðist nemandi í píanóleik hjá Robert Teichmuller (1863-1939), en Teichmuller var einn þekktasti píanó- kennari þess tíma í Mið-Evrópu. Eftir fyrsta píanótímann lét Teichmúller þau orð falla, að Jón væri músíkalskur en skorti alla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.