Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 83

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 83
ANDVARI GLÍMT VIÐ SHAKESPEARE 81 Þýðing Sverris er hins vegar svohljóðandi: Á morgun og á morgun og á morgun skríða fram löturhægt frá degi til dags, þangað til tíminn skráir sitt síðasta orð og allir gærdagar okkar lýsa fíflum leið að döprum dauða. Slokknaðu kertisstubbur! Lífið er skuggi á rölti, leikaragrey sem rigsar gramur stund sína uppi á sviði og sést svo ekki framar. Það er saga sögð af flóni, full af orgi og æði, sem ekkert merkir. Það leynir sér auðvitað ekki að Sverrir stendur nær venjulegu máli, þar sem Matthías á það til að bregða fyrir sig svolítið annarlegra (framreikandi, eitt leikaragrey, einu fífli, fimbulglamri) tungutaki, en það er í rauninni eng- inn kominn til að segja að náungi eins og Macbeth þurfi endilega að vera mjög hversdagslegur í tali. Það sem hins vegar vantar í þýðingu Sverris er sterk hrynjandi, sem gengur eins og rafstraumur gegnum texta Shakespeares og Matthíasar, þannig að hvert orð nær að lifna og hlýtur aukið vægi. Og þótt Sverrir, með því að taka hrynjandina „úr sambandi“, eigi hægara um vik með að þýða frá orði til orðs, þá fer Matthías þó sums staðar nær raunveru- legri merkingu frumtextans, svo sem í orðunum „tímans bók er stöfuð út til enda“, „slokkna lífsskar“ og „að dauðans dufti“. Og þótt orðið „fimb- ulglamri“ sé auðvitað ekki orðrétt þýðing á „sound and fury“, þá hefur það sjálft einmitt þann hljóm sem verið er að lýsa með því en orðið „org“ nær síður. Það er því margt sem gæti mælt með þýðingu Matthíasar til flutnings sem stefndi fremur að því að færa áhorfandann nær Shakespeare en Shakespeare niður til áhorfandans. Sú spurning kynni raunar að vakna í huga þess sem les Macbeth hvers konar maður það sé sem svo vel kann að skyggnast inn í hugskot hinna verstu illvirkja. Sé það haft fyrir satt að persónur skáldverka séu einatt brot af höf- undunum sjálfum, þá hlýtur sál Shakespeares að hafa verið æði fjölskrúðug og raunar ekki augljóst í hverja hann hefur lagt mest af sjálfum sér. Er það kannski Hamlet, hinn kvalráði áhorfandi spilltrar veraldar, eða þá öllu held- ur Prosperó sem með töframætti sínum tekst að kippa hlutunum í lag og brýtur galdrastaf sinn að því loknu, nema að það sé þá fremur þjónn hans, loftandinn og sjónhverfingameistarinn Aríel sem sjálfur getur horfið sjónum hvenær sem er? Hér er úr vöndu að ráða, en hins vegar kynni það að auð- velda mönnum leitina að svari við ofangreindri spurningu að Shakespeare
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.