Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 73

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 73
ANDVARI „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM ' 71 og þegar hún þarf ekki lengur á honum að halda, rekur hún hann frá sér. Þá tekur hún aftur saman við Nicasio, gamlan vin frá Hondúras sem er með henni í andspyrnuhreyfingunni og hún virðist raunar hafa haft samband við allan tímann. Samband geranda og þolanda er ekki síður flókið í Hringsól. Lítilli stúlku sem er send að heiman í ókunnugt hús eru búin örlög sem hún á sjálf engan þátt í. Lýsingin á barnæsku hennar í húsinu er mjög átakanleg, ekki síst kuldaleg framkoma Sigurrósar. Löngu síðar, þegar hún sjálf er gift Daníel og orðin frúin í þessu sama húsi en Sigurrós gömul kona, sjáum við hvernig hlutverkin hafa snúist við. Samband Boggu við dóttur sína, Lilju, er kulda- legt og Lilja sækist frekar eftir sambandi við pabba sinn en þó einkum Sigur- rósu sem er henni eins og góð amma. Bogga er hins vegar full af tortryggni og óvild í garð Sigurrósar. Hún getur varla hugsað sér að leggja sér til munns það sem Sigurrós hefur eldað og gefur í skyn að það sé einhver óþverri. Ennþá flóknara er þó samband hjónanna, Boggu og Daníels. Hann er mjög vingjarnlegur við hana þegar hún kemur sem barn í húsið en fer fljót- lega að áreita hana kynferðislega. Leiðir þeirra skilja þegar hann fer til Þýskalands. Á þeim tíma fer Bogga úr húsinu alfarin að því er hún sjálf held- ur og býr hjá Dísu sem hafði verið vinnukona hjá Sigurrós þegar Bogga var barn. Þegar leiðir þeirra Daníels liggja aftur saman, er líf Boggu í rauninni í rúst. Lesanda er ekki ljóst fyrr en í lok sögu hvernig sú atburðarás var í raun og veru. En það er ljóst þegar í upphafi annars hluta bókarinnar að Bogga hefur eignast dreng og misst hann og sú reynsla er svo sársaukafull að hún þráir það eitt að deyja, hún „vildi ganga á fund dauðans heima í þorpi við sjó, liggja á börum og kreppa hendur við barminn, þannig átti það að vera, kom ekki nokkrum manni við nema henni og dreng sem ekki mundi kveðja, liðin kveðjustund þeirra. Hafði klætt hann í rauðköflóttar buxur . . .“ (bls. 85). Því er lýst aftur og aftur hvernig hún handleikur föt barnsins, þrýstir þeim að sér og geymir þau í tösku. Eftir að þau Daníel eru gift, týnist taskan og í ljós kemur að hann hefur fleygt henni og skammast sín ekki fyrir það, minnir hana á að þau ætli bæði að gleyma því sem liðið er. Þessi ákvörðun að þegja um hið liðna á ef til vill sinn þátt í því hvernig hjónaband þeirra hefur verið. Þar virðist hafa ríkt kuldi og þögn. Bogga segir: „Þegar ég loks fæ málið er líkt og stífla bresti. . . Meinið er að maður vill gleyma. Ég er víst ekki lengur ég, aðeins var. Og verð að muna“ (bls. 162). í þessum orðum kemur einnig fram að tilgangur þess að rifja upp hið liðna er tilraun til að finna aftur það sem var horfið, eigin sjálfsmynd. En hvers vegna giftist hún Daníel? Gefið er í skyn að alveg frá því Bogga var barn hafi Daníel átt vingott við Sigurrós, mágkonu sína. Þegar leiðir þeirra Daníels og Boggu liggja aftur saman í húsinu er enn mjög innilegt og dularfullt samband milli Daníels og Sigurrósar en um leið fer hann að leita á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.