Andvari - 01.01.1990, Page 109
ANDVARI
SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS
107
stemmur eða gömul íslensk lög sem fjölskylduvinurinn Bjarni Thorarensen
kyrjaði á gleðistundum í húsi gullsmiðsins á Bessastöðum? Kristín Guð-
mundsdóttir, sem dvaldist fjögur ár vinnukona hjá Grími og Jakobínu á
Bessastöðum, hefur sagt: „Grímur raulaði oft fyrir munni sér þegar hann
gekk um gólf. Söngvinur var hann, þótt hann hefði ekki söngrödd.“ Hann
hefur sem sagt aldrei lagt niður raulið þrátt fyrir áminningu Petersens Garð-
prófasts á síðasta ári Garðvistarinnar. Petersen hnýtir við í dagbók sinni: „og
það því fremur sem mér líst hann nokkuð erfiður sambýlismaður.“
í fundargerðum og skjalasafni Stúdentafélagsins er líka að finna nokkrar
upplýsingar um Grím Thomsen á háskólaárum hans, og eru þær býsna keim-
líkar því sem frá greinir í dagbók Garðprófasts. Pað er fyrst sumarið 1840
sem hann kemur við sögu Stúdentafélagsins meira en að nafni til, en þá taka
atburðir að gerast sem Grímur á verulegan hlut að. Hann stendur á tvítugu
og honum er farinn að vaxa fiskur um hrygg eftir þriggja ára dvöl á Garði, en
þangað kom hann óharðnaður unglingur og líklega lítt þroskaður líkamlega.
Til þessa bendir umsögn í skrá Stúdentaherdeildarinnar, þar sem Grímur
innritaðist um leið og hann kom í háskólann. Þar stendur þessi setning við
árið 1839: „Thomsen óæfður sökum lítils þroska.“
Stjórn Stúdentafélagsins fékk sumarið 1840 í júlí bréf frá P.L.Möller,
keppinauti Gríms er síðar varð, sem bauðst til að taka að sér stöðu aðstoðar-
bókavarðar hjá félaginu, en sams konar tilboð hafði þá áður borist frá Grími
Thomsen. Petta mál lá í salti næstu vikur vegna ósamþykkis stjórnarinnar,
en 17. ágúst 1840 lá fyrir samþykkt hennar um tvo aðstoðarmenn, Grím
Thomsen og Hersleb, og fengu þeir svohljóðandi bréf:
„Oss er ánægja að hafa móttekið boð yðar um útlán fyrir Bókasafn Stúd-
entafélagsins í miðdegi þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2 - 3, og
þökkum vér boðið um leið og vér bendum yður á að snúa yður um allt er
þetta mál snertir til bókavarðarins Boye, sem undirritar hér ásamt öðrum.
Væntum vér að þér gjörið svo vel að hefja útlánin á morgun, 18. (ágúst).“
Segir nú ekki frekar af þessu starfi fyrr en 8. febrúar 1841. Pá stendur í
fundargerð Stúdentafélagsins:
„...8) Sömuleiðis liggur frammi bréf frá herra Hersleb aðstoðarbókaverði
þar sem hann segir upp því starfi og telur meginorsök framkomu félaga síns
Gr. Thomsens jafnt við félagsmenn sem sjálfan hann, þar sem hann sé ókurt-
eis við hina fyrrnefndu en fullur ofríkis gagnvart sér.“
Fyrir þessum fundi lá ennfremur kæra frá málfræðingnum J.H. Israel á
hendur Grími Thomsen vegna framkomu hans. Niðurstaða stjórnarfundar
var þessi:
„Vegna þeirra tveggja bréfa var samþykkt að skrifa hr. Thomsen að af
þeim sökum yrði að biðja hann að láta af starfi aðstoðarbókavarðar, þar sem
mönnum hefði að auki borist margar munnlegar kærur. Einnig var ákveðið