Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 51
andvari
ÚR KYNJAHEIM! SAGNASKÁLDS
49
óvíst á þessari stundu um afdrif vonarinnar, jafnvel hvort óskin lifði þetta af:
hún hefði ekkert getað fullyrt um það, þó spurð hefði verið, þar sem hún
barst nú með vesturfallinu til baka, í átt til þorpsins, þaðan sem hún var kom-
in á öndverðri þessari sömu vöku, núna í vökulok; hún sá það var verið að
slökkva ljósin þar vestur frá, eitt af öðru, eitt og eitt, eins og augu sem lok-
ast.“ (Bls. 51-52)
Þetta er allgott dæmi um rithátt sögunnar, hátíðlegan, innfjálgan. Rödd
sögumanns auðheyranleg. Hér eru ljóðrænar líkingar sem sverja sig í ætt
nýrómantískra skálda. Skyldi ekki myndin af „rótlausu þanginu“ ættuð frá
Jóhanni Sigurjónssyni? Tónninn er samfelldur, stemningin órofin. En þarna
sjáum við einnig merki um veilur höfundar, ofhlæði í stíl. Þótt stemningin í
textanum sé sterk er hugsunin hvarflandi, líkingamálið ekki nógu agað.-
Séra Oddur býður líf án öryggis, bendir á veg sem liggur um hamra og
hengiflug. Þann veg vill hún ekki ganga. En þar næst er þessum kosti prests-
ms líkt við þurr sprek, líflaus, sem ekki duga til að næra brímann í holdi og
blóði. Hún leitar hærra en hold og blóð, að urt sálarinnar sem er kynlaus,
með hvíta krónu og daufan ilm. Þarna étur hvað annað upp: bríminn í hold-
mu og kynleysið. Hugsunin er einfaldlega óljós. Hér sýnist líkinga-sundur-
gerð textans hafa leitt út í skáldlega merkingarleysu. Hins vegar endar efnis-
greinin einkar fallega; aftur er stúlkunni líkt við þangið og lokamyndin: ljós
eins og augu sem lokast, færi vel í hvaða ljóði sem er.
f þessu broti sjáum við sem sagt það einkenni sögunnar að andrúmsloft
stílsins er sýnu sterkara en rökleg gerð hans. Hygg ég að það eigi við sögur
Guðmundar yfirleitt þótt Blindingsleikur sé óvenjuskýrt dæmi. Textinn er
þannig ójafn, en miðlar ósvikinni tilfinningu, sterkum dularfullum seiði allt
frá upphafi til söguloka. í þessu felst skáldlegt líf verksins.
Birna Þorbrandsdóttir bindur söguna saman þótt höfundur færi sig að vild
milli persóna, einkum aðalpersónanna þriggja, hennar, Torfa og Theódórs,
fórnarlambinu Karli ríka er helgaður einn kafli. En í viðbrögðum Birnu sem
eru eins og við höfum séð órökræn, hvarflandi, liggur tilfinningastrengur
verksins. Sagan lýsir átökum hvatanna í brjóstum manna: hamingjuþrár,
afbrýði, ágirndar. Birna líkir í upphafi orðum sínum við vindinn sem blæs úr
öllum áttum. í lokin hefur hún þó fundið lífi sínu farveg, einstaklingur og
umhverfi náð sáttum. Þessu ferli bregður Blindingsleikur upp í táknrænni
mynd.
Sagan er sem drama öll byggð á andstæðum. Bræðurnir Goði og Torfi eru
augljósasta andstæðan : annar sem á að deyja og fær allt, hinn sem á að lifa
°g enginn gefur gaum. Einn besti kaflinn (þriðji) lýsir afbrýðisemi Torfa í
garð bróður síns í bernsku. Slík bræðratvennd er algeng í sögum Guðmundar
Daníelssonar, frá Bræðrunum í Grashaga til Bróður míns Húna.