Andvari - 01.01.1997, Page 7
Frá ritstjóra
Á þessu ári hefur íslenska þjóðkirkjan kjörið sér nýjan biskup, séra Karl
Sigurbjörnsson, og tekur hann við embætti um áramót. Hans bíður meðal
annars það hlutverk að hafa forustu um hversu minnst verður þúsund ára
afmælis kristnitökunnar á íslandi. Þótt nokkrir kristnir söfnuðir séu starf-
andi í landinu utan þjóðkirkjunnar, þar á meðal söfnuður sem er hluti kaþ-
ólsku móðurkirkjunnar í Róm, hlýtur hin evangelíska lútherska þjóðkirkja
að skipa langmest rúm í þessari minningu. Kristnitökuafmælið er sérstakt
tilefni til að vega og meta stöðu hennar í þjóðlífinu, bæði sem stofnunar
gagnvart ríkisvaldinu og sem andlegs afls, hver áhrif sá boðskapur sem hún
heldur á loft hefur meðal landsmanna á okkar tímum.
En svo vill til að einmitt á þessum síðustu misserum hefur þjóðkirkjan
orðið fyrir miklum áföllum. Fleiri hafa sagt sig úr henni en nokkru sinni og
skoðanakannanir sýna að æ fleiri aðhyllast aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar
þetta er ritað hefur nýlega farið fram könnun sem sýnir að meirihluti þeirra
sem spurðir voru vill slíkan aðskilnað. Vissulega er almenningsálitið hverf-
ult og ekki má leggja of mikið upp úr könnunum af þessu tagi. Vilji um að-
skilnað ríkis og kirkju þarf ekki að stafa af andstöðu við kirkjuna, heldur
því að fólk telji henni sjálfri fyrir bestu að vera ekki eins konar niðursetn-
ingur hjá ríkisvaldinu. Fyrir utan þetta er aðskilnaður auðvitað miklu
flóknara mál en þorri manna gerir sér grein fyrir. En viðvörun er þetta og
helst greinilega í hendur við það að álit og virðing hefðgróinna stofnana er
minni en fyrr. Engar stofnanir lifa á fornri frægð nú á dögum. Að þeim
beinist hvassari gagnrýni í fjölmiðlum en áður og há embætti eru mönnum
ekki lengur nein hlíf ef þeir misstíga sig. Enda er rétt að gera strangar kröf-
ur til forustumanna, - vandi fylgir vegsemd hverri.
I þessum efnum er að vísu skammt öfga á milli og auðvelt að leysa lágar
hvatir almennings úr læðingi. En um þjóðkirkjuna er þess að gæta að bisk-
up hennar var borinn þungum sökum um persónulega háttsemi jafnhliða
og í beinum tengslum við að í ljós kom átakanlegt vanmegin kirkjustjórnar-
innar til að taka á ágreiningsmálum. Þá leiðindasögu er þarflaust að rekja
hér, en enginn sem lætur sig þjóðkirkjuna einhverju varða hefur komist hjá
því að hafa þungar áhyggjur af framvindu innan hennar. Stjórnunarvand-