Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 8

Andvari - 01.01.1997, Side 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI inn er því hrapallegri sem kirkjan hefur einmitt á síðustu árum sótt á um að ríkisvaldið feli henni stjórn í eigin málum í ríkara mæli en verið hefur. Al- þingi hefur komið til móts við þær óskir og kröfur. Það er vonandi að þær skipulagsbreytingar í kirkjumálum sem unnið hefur verið að muni efla þjóðkirkjuna sem stofnun, en þá þurfa forustumenn hennar vissulega að taka sig mikið á. Það eru því ekki neinar smáræðis kröfur sem gerðar eru um leiðtogahæfni biskups íslands við þessar aðstæður. Hann þarf í senn að styrkja innviði kirkjunnar og um leið, sem meiru skiptir, að endurreisa traust almennings á henni, vinna aftur það sem tapast hefur á síðustu miss- erum. Hvort það tekst verður ekki fullyrt, en þar mun reyna á alla starfs- menn kirkjunnar. Biskup verður umfram allt að veita hina andlegu forustu. Nýjum biskupi íslands er árnað heilla í störfum og góðar óskir fylgja hon- um í því leiðtogahlutverki sem hann tekst nú á herðar. Við lifum á öld sem lýtur forustu vísinda og efnishyggju öllu framar. Valda- taka þessa hefur yfirleitt verið talin til marks um framfarir nútímans. Hún er vottur þess að maðurinn hefur náð tökum á heimi sínum og umhverfi, öðlast skilning á þeim lögmálum sem ráða gangi náttúrunnar og fært sér í nyt möguleika sem jörðin veitir til hamingju og hagsældar barna sinna. Samkvæmt þessu sjónarmiði eru trúarbrögð eins konar leifar frá fyrra stigi mannkynsins, goðsagnir sem reynast farartálmar á framfarabraut og valda- stéttir notuðu til að halda lýðnum í skefjum. Með því að halda að honum dýrð annars heims og sælu eilífs lífs guðs barna, mætti koma í veg fyrir að hann tæki að gera of miklar kröfur til hlutdeildar í gæðum þessa heims. En - það sannast jafnan að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Sál- in þarf sína næringu og þyki mönnum sem hin hefðbundnu trúarbrögð veiti hana ekki er leitað á önnur mið. Það sannar veldi alls konar trúarlegra hreyfinga á síðustu áratugum sem sumar eiga uppruna sinn í austrænni speki. Þessar hreyfingar, kenndar við nýöld, hafa á Vesturlöndum notið forustu snjallra áróðursmanna og sópað að sér fylgjendum. Enda virðast tíðum miklir fjármunir í því spili og máttur til útbreiðslustarfsemi sem hef- ur höggvið skörð í söfnuði hinna rótgrónu kirkjudeilda. Þessi samtök ná oft furðusterku taki á reikulu og lítt þroskuðu ungu fólki sem finnur þar skjól í ráðvilltum og ótryggum heimi. Slíkt mun líka hafa gerst hér á landi í vax- andi mæli, enda er íslenskt nútímaþjóðfélag að verða í flestum greinum eins og meðal annarra vestrænna þjóða. Fámenni og einangrun er okkur engin vörn lengur fyrir bylgjum heimsins, hvort sem þær teljast góðar eða illar. Islendingar eru raunar svo tómlátir um form og játningar í trúmálum að mörgum þykir það engu skipta þótt þeir séu að nafninu til í þjóðkirkjunni og nýti sér þjónustu hennar án þess að sinna henni að öðru leyti eða játast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.