Andvari - 01.01.1997, Page 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
inn er því hrapallegri sem kirkjan hefur einmitt á síðustu árum sótt á um að
ríkisvaldið feli henni stjórn í eigin málum í ríkara mæli en verið hefur. Al-
þingi hefur komið til móts við þær óskir og kröfur. Það er vonandi að þær
skipulagsbreytingar í kirkjumálum sem unnið hefur verið að muni efla
þjóðkirkjuna sem stofnun, en þá þurfa forustumenn hennar vissulega að
taka sig mikið á. Það eru því ekki neinar smáræðis kröfur sem gerðar eru
um leiðtogahæfni biskups íslands við þessar aðstæður. Hann þarf í senn að
styrkja innviði kirkjunnar og um leið, sem meiru skiptir, að endurreisa
traust almennings á henni, vinna aftur það sem tapast hefur á síðustu miss-
erum. Hvort það tekst verður ekki fullyrt, en þar mun reyna á alla starfs-
menn kirkjunnar. Biskup verður umfram allt að veita hina andlegu forustu.
Nýjum biskupi íslands er árnað heilla í störfum og góðar óskir fylgja hon-
um í því leiðtogahlutverki sem hann tekst nú á herðar.
Við lifum á öld sem lýtur forustu vísinda og efnishyggju öllu framar. Valda-
taka þessa hefur yfirleitt verið talin til marks um framfarir nútímans. Hún
er vottur þess að maðurinn hefur náð tökum á heimi sínum og umhverfi,
öðlast skilning á þeim lögmálum sem ráða gangi náttúrunnar og fært sér í
nyt möguleika sem jörðin veitir til hamingju og hagsældar barna sinna.
Samkvæmt þessu sjónarmiði eru trúarbrögð eins konar leifar frá fyrra stigi
mannkynsins, goðsagnir sem reynast farartálmar á framfarabraut og valda-
stéttir notuðu til að halda lýðnum í skefjum. Með því að halda að honum
dýrð annars heims og sælu eilífs lífs guðs barna, mætti koma í veg fyrir að
hann tæki að gera of miklar kröfur til hlutdeildar í gæðum þessa heims.
En - það sannast jafnan að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Sál-
in þarf sína næringu og þyki mönnum sem hin hefðbundnu trúarbrögð veiti
hana ekki er leitað á önnur mið. Það sannar veldi alls konar trúarlegra
hreyfinga á síðustu áratugum sem sumar eiga uppruna sinn í austrænni
speki. Þessar hreyfingar, kenndar við nýöld, hafa á Vesturlöndum notið
forustu snjallra áróðursmanna og sópað að sér fylgjendum. Enda virðast
tíðum miklir fjármunir í því spili og máttur til útbreiðslustarfsemi sem hef-
ur höggvið skörð í söfnuði hinna rótgrónu kirkjudeilda. Þessi samtök ná oft
furðusterku taki á reikulu og lítt þroskuðu ungu fólki sem finnur þar skjól í
ráðvilltum og ótryggum heimi. Slíkt mun líka hafa gerst hér á landi í vax-
andi mæli, enda er íslenskt nútímaþjóðfélag að verða í flestum greinum
eins og meðal annarra vestrænna þjóða. Fámenni og einangrun er okkur
engin vörn lengur fyrir bylgjum heimsins, hvort sem þær teljast góðar eða
illar.
Islendingar eru raunar svo tómlátir um form og játningar í trúmálum að
mörgum þykir það engu skipta þótt þeir séu að nafninu til í þjóðkirkjunni
og nýti sér þjónustu hennar án þess að sinna henni að öðru leyti eða játast