Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 22

Andvari - 01.01.1997, Side 22
20 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI við Árnasafn, Kristian Kálund og Finnur Jónsson, má segja að hver útgáfan hafi rekið aðra, útgáfur sem hingað til hafa flestar verið látn- ar duga sem undirstaða undir frekari textarannsóknum, ómetanleg afrek mikilla iðjumanna, enda þótt sums staðar hefði mátt gera betur. Við þessum arfi og þessum starfsanda tók Jón Helgason þegar hann í bókstaflegum skilningi settist í stól Kristians Kálunds, sem bæði var gamall og traustur, en helsta hjálpartækið var gömul ritvél sem hann greip stundum til og sýndi síðar sem ritvél Árna Magn- ússonar eftir að íslendingar á ferð í Kaupmannahöfn fóru að leggja leið sína í safnið. Og það kom brátt í ljós að hann mundi ekki verða eftirbátur forvera sinna. Honum voru sendir stúdentar víða af lönd- um til að vinna undir hans leiðsögn að misjafnlega skynsamlegum verkefnum. Ég heyrði hann segja af einni slíkri sendingu: Enskur prófessor sendi unga stúlku, nemanda sinn, til Kaup- mannahafnar og fékk henni það verkefni að skrifa upp texta eftir skinnbókarbroti í Árnasafni. Stúlkan kom til Jóns og hann fékk henni skinnblöðin, dökk af óhreinindum, slitin og máð, og að mestu ólesandi jafnvel þeim sem reynslu höfðu af handritalestri, hvað þá óvönum unglingi. Stúlkunni fékk hann borð og sæti á lestrarsal Há- skólabókasafns, og þar settist hún með blöðin. Góðri stundu síðar vitjaði Jón stúlkunnar til að sjá hvernig henni gengi lesturinn. Þá hafði hún skrifað stöku bókstafi og stundum hálf orð hingað og þangað af skinnblaðinu, en í engu samhengi, en skýringin á þessu verklagi kom fljótlega í ljós: Þegar stúlkan fór að rýna í þessi skinn- blöð og sá að hún gat ekki lesið eitt einasta orð fór hún vitanlega að gráta. Tárin féllu á skinnið, og viti menn! Þar sem tárin féllu komu í ljós fáeinir stafir, en allt það sem varð læsilegt undir táraflóðinu skrifaði stúlkan upp. Þetta nefndi Jón stundum sem eina af þeim að- ferðum sem hægt væri að grípa til þegar reynt væri að ráða fram úr því sem illa gekk að lesa. Aðferðin dugir þó líklega betur konum en körlum ef því skal trúað sem segir í latneskum málshætti: ‘Canes, dum volunt, mingunt, mulier, dum vult, flet.’3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.