Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 27

Andvari - 01.01.1997, Page 27
andvari JÓN HELGASON 25 Þriðja hefti með greinargerð fyrir varðveislu Þorláks sögu og Páls sögu, ásamt skrám, tókst Jóni ekki að ljúka. Þessi tvö verk, íslenzk miðaldakvœði og Byskupa sggur, urðu út- undan hjá Jóni sökum mikilla anna við önnur verkefni. Einar Munksgaard, hinn ágæti danski bókaútgefandi, gaf út safn af ljós- prentunum íslenskra handrita, Corpus codicum Islandicorum medii Qevi, sem hófst með ljósprenti af Flateyjarbók 1930. Jón Helgason rit- aði inngang að fjórum bindum í þessu safni og sá um útgáfu þeirra: Morkinskinna (þ. e. GKS 1009 fol., 6. bindi, 1934), Óláfs saga ens helga. MS Perg. 4to No 2 (15. bindi, 1942), The Arnamagnœan Man- uscript 677, 4'°( 18. bindi, 1949) og Byskupa sggur, MS Perg. fol. No 5 (19. bindi, 1950). Önnur röð ljósprentana sem kom út hjá Munks- gaard var Monumenta typographica Islandica, sex bindi með ljós- prenti af fáeinum af elstu varðveittu bókum prentuðum á Islandi. Jón ritaði inngang að tveimur bindum í þessari ritröð: Passio 1559 (4. bindi, 1936) og Arngrímur Jónsson Gronlandia 1688 (6. bindi, 1942). Þriðja röð ljósprentana sem kom út hjá Munksgaard var Manu- scripta Islandica, ljósprentun íslenskra handrita í sjö bindum sem komu út á árunum 1954-66. Jón ritaði inngang að öllum þessum bindum og lagði mikla vinnu í að sjá til þess að prentun yrði eins vönduð og mögulegt var með þeirri tækni sem þá var notuð, og var mikið stríð að fá prentarann til að reyna aftur og aftur að ná betri ár- angri, en prentarann nefndi Jón sjaldan annað þegar á hann var minnst en helvítið hann Símonsen. Þegar þessari ritröð var hleypt af stokkunum var, fyrir tilstilli Jóns Helgasonar, nýlega byrjað að taka myndir af handritum í útfjólubláu ljósi með þeim árangri, að nú varð sumt lesið sem mannleg augu höfðu ekki ráðið fram úr í margar ald- lr- Hið fyrsta sem var unnið með myndum af þessu tagi, og fyrsta bindi í þessari ritröð, var ljósprent af aðalhandriti Grettis sögu, AM 55la 4to, en í því handriti er einnig brot úr Bárðar sögu Snæfellsáss °g Víglundar saga að mestu heil. Aðrar gersemar í þessari ritröð eru: GKS 2845 4to (2. bindi, 1955), MS 9.10. Aug. 4to (Wolfenbuttelbók, oheilt handrit af Eyrbyggja sögu og Egils sögu Skallagrímssonar, 3. hindi, 1956), AM 674 A 4to (Elucidarius, 4. bindi, 1957), Hauksbók (5. bindi, 1960), AM 468 4to (Reykjabók Njálu, 6. bindi, 1962) og AM 519a 4to (Alexanders saga, 7. bindi, 1966). Enn ein ritröð með ljósprentunum íslenskra handrita var Early Ice- óndic Manuscripts in Facsimile, sem kom út hjá forlaginu Rosenkilde
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.