Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 30

Andvari - 01.01.1997, Side 30
28 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI stakan kafla um ‘dönskuborið orðfæri’. Þar gerir hann á þessa leið grein fyrir sjónarmiði sínu: Þá er að snúa sér að dönskuslettunum. Áður en út í þá sálma er farið virðist mér rétt að gera örstutta grein fyrir sjónarmiði mínu. Ég tel mig ekki málhreinsunarmann í venjulegum skilningi þessa orðs. Nýyrðasmíð í blindri þrjózku er að mínu viti ekki aðeins óþörf, heldur ósigurvænleg og jafnvel hættuleg. Það er ætlun mín að íslenzku rit- máli sé hollt og nauðsynlegt að opna hlið sín fyrir mörgum orðum af er- lendum stofni, svo framarlega sem þau fylla opin skörð í málinu og geta sam- lagazt íslenzkum beygingum og rithætti. Slík auðgun ritmáls vors á að fara fram eftir vandlega íhugun glöggskyggnra og málfróðra manna. En eigi íslenzk máltilfinning að haldast óspillt, verðum við að berjast af al- efli gegn erlendum, hingað til mest dönskum, orðum og talsháttum sem ekk- ert erindi eiga, ekkert skarð fylla, heldur aðeins þvælast fyrir og byggja út jafngóðum eða betri orðatiltækjum af innlendri rót sem við áttum fyrir. Ef það lánast ekki, virðist mér sjálf heilbrigði tungunnar í voða. Sá sem hættir að segja ‘fyrsta kastið’ eða ‘framan af’ og tekur upp ‘til að byrja með’ í stað- inn, hefur ekkert áunnið, enga nýja hugmynd eignazt, aðeins týnt niður broti af hinu íslenzka orðavali sínu og sljóvgað máltilfinning sína.5 En leiðbeining sem ég heyrði af munni hans sjálfs til þeirra sem rita á íslensku var stutt og gagnorð: Það sem ekki hljómar vel þegar lesið er hátt fer heldur ekki vel í rituðu máli. Og önnur um kommusetn- ingu: Kommu á að setja þar sem misskilningi getur valdið ef ekki er sett komma. Det arnamagnœanske Institut Eitt af því sem leiddi af kröfum íslendinga að fá íslensk handrit í dönskum söfnum afhent til íslands var það, að Danir sáu að þeir gátu ekki verið þekktir fyrir að hafa Árnasafn lengur í þröngum og óhollum rangala í húsi Háskólabókasafns, fjárvana og illa fært um að sinna því hlutverki sem því var upphaflega ætlað. Mér þykir líklegt að kjallaragrein sem Jón Helgason skrifaði í Politiken 21. október 1950 hafi átt ólítinn þátt í að Danir, og síðar íslendingar, vöknuðu til vitundar um að íslensku handritin væru ekki einvörðungu safngripir, heldur einnig varðveisla margra alda menningar íslendinga og að hluta til samnorrænnar menningar. Þessi grein Jóns birtist í íslenskri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.