Andvari - 01.01.1997, Side 35
andvari
33
JÓN HELGASON
En um meðferð fyrri fræðimanna á eddukvæðum með fornyrðislagi
hefur hann þetta að segja:
Hér verður ekki komizt hjá að drepa á það, að um síðustu aldamót var það
trú margra fræðimanna að ferkvæðar og fimmkvæðar línur væru réttastar og
upphaflegastar í fornyrðislagi. Þar sem línur voru lengri í handntum rornra
kvæða - og þess voru ærin dæmi voru þær taldar afbakaðar, og Þ°tti Þa
einkar æskilegt og vel til fundið að stytta þær eftir föngum og jafna, með ur-
fellingum eða jafnvel orðabreytingum. Sú eddukvæðaútgáfa sem almennmg-
ur á íslandi hefur einkum haft í höndum er því miður gerð undir ahnlum
þessarar óheillastefnu [. . .]’"
í þessum orðum kemur fram sú skoðun Jóns að tilraunir fræðimanna
til að endurgera texta eddukvæðanna í von um að komast nær upp-
runanum en í óbreyttum textum handritanna séu ekki einungis von-
lausar, heldur einnig skaðlegar. En í útgáfum sínum fylgdi hann þo
ekki einu handriti svo þrákelknislega að hann tæki ekki upp í texta
°rð sem augljóslega höfðu fallið niður hjá ritara. En allar slíkar let
réttingar auðkenndi hann að sjálfsögðu.
Skáldið
Hér á undan hefur verið dvalist við vísindamanninn og fræðimanninn
Jón Helgason, sem er þekktur og virtur af verkum sínum alls sta ar
Þar sem íslensk og norræn fræði eru stunduð. En hér á landt þekkja
hann fleiri sem skáldið Jón Helgason. Á skólaárum hans og fyrstu
árum í Kaupmannahöfn urðu fleyg gamankvæði hans, ort um kými-
leg atvik, mörg um vini hans og kunningja, sum um þá sem hann bar
litla virðingu fyrir og miður hlýjan hug til. Pessi kvæði gengu manna
á meðal bæði í munnlegri geymd og misjafnt réttum uppskriftum, en
v°ru sum prentuð í frumútgáfu ljóðabókar Jóns: Úr landsuðii, sem
hom út 1939. Þeirri bók lét Jón fylgja þennan eftirmála:
Um skáldnafn hefur mig aldrei dreymt, enda hef ég ekki ort með það fyrir
augum að láta á prent. En nú er svo komið að ég heyri víðs vegar kveðskap
sem mér er kenndur, sumt sem ég á enga hlutdeild í, annað sem ég hef að
vísu gert í upphafi en er hræðilega afbakað orðið í meðförunum. Þess eru
jafnvel dæmi að menn mér ókunnir hafa prentað eftir mig, og hefur það allt
^ Andvari 1997