Andvari - 01.01.1997, Side 39
andvari
JÓN HELGASON
37
Börn Jóns og Þórunnar voru þrjú: Björn (f. 8. 5. 1925, d. 21. 2.
1993), deildarstjóri hjá IBM í Reykjavík, Helgi (f. 18. 12. 1926), bú-
settur í Kaupmannahöfn, og Solveig (f. 31.10.1932), búsett í Reykja-
vík, gift Jóni Nordal tónskáldi.
Á heimili þeirra Jóns og Þórunnar var oft gestkvæmt, en lík ega
aldrei eins og á stríðsárunum síðari, þegar margir íslendingar urðu
innlyksa í Kaupmannahöfn, bæði námsmenn og aðrir. Þá héldu Is-
iendingar í Höfn betur saman en oftast áður, og stúdentafélagið tó
upp þá nýbreytni haustið 1941 að halda kvöldvökur tvisvar í mánuði.
Þessar kvöldvökur undirbjuggu þeir Jón Helgason og Jakob Bene-
diktsson til skiptis. Þannig segir frá fyrstu kvöldvökunni í Fróni 19 ,
bls. 240:
1. kvöldvaka, 10. okt. 1941 (J. H.). »Um Bessastaði«. Saga staðarms rakin, les-
ið einkum úr Biskupaannálum Jóns Egilssonar, Tyrkjaránssögu, greinum
Árna Magnússonar um Bessastaðafógeta, íslenzkum þjóðsögum, er a o
Hookers, endurminningum Páls Melsteðs, Benedikts Gröndals og ig usar
Blöndals (óprentuðum), Pilti og stúlku og kvæðum Gríms Thomsens. Sungin
voru kvæði sem tíðkuðust í Bessastaðaskóla, sum í tvísöng. Gestir munu hata
verið um 90 (gestabók um þenna fund er ekki til).
^eir sem sóttu þessar kvöldvökur minntust lengi þeirrar skemmtunar
að hlusta á Jón Helgason lesa og tengja saman og skýra þá texta sem
hann las. Og ekki síður eiga margir þeir sem voru samtíða Jóm t
Kaupmannahöfn góðar minningar frá heimili þeirra hjóna. Þar var
gott að koma. Þar var glaðværð, en jafnframt friður og ró. Þar var ís-
lensk vin í útlendri borg og þar komu góðir gestir að heiman, meðal
annarra Halldór Laxness, og þá var maður stundum svo hepptnn að
rekast þangað inn og hlusta á viðræður þeirra Jóns. Eg minnist þess
eitt sinn þegar Halldór var þar staddur, að Jón sýndi honum nýja út-
gáfu Einars Ól. Sveinssonar af Njálu. Halldór handlék bókina um
stund og upphefst síðan í undrun: ‘Hvernig í ósköpunum stendur á
því að nokkur maður skuli hafa látið sér detta í hug að semja bók
eins og Njálu?’ En húsbóndinn svaraði að bragði: ‘Það er von þú
spyrjir. Og hvernig í ósköpunum ætli standi á því að Halldór Laxness
skuli hafa látið sér detta í hug að semja bók eins og Brekkukotsann-
ál?’ Þá varð fátt um svör hjá skáldinu. En ekki man ég hvort það var
1 þetta skipti sem Jón þýfgaði Halldór um hvaða erindi kaflinn um
rakarafrumvarpið ætti í Brekkukotsannál, hvort þeim kafla væri ekki