Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 44

Andvari - 01.01.1997, Page 44
42 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI aðeins einn þráður í skoðunum Jóns Sigurðssonar og að oft stönguðust pólitískar hugsjónir hans á við viðteknar skoðanir samtímamanna hans á Islandi. Hér langar mig að gera nokkra grein fyrir pólitískum hugmyndum Jóns Sigurðssonar og velta fyrir mér um leið þeirri spurningu hvernig stóð á því að hann varð að þjóðhetju íslendinga. Að lokum langar mig að færa fyrir því rök að Jón Sigurðsson sé þrátt fyrir allt mjög verðug þjóðhetja, þótt óvenjuleg hljóti að teljast. íslendingar eignast stéttaþing Jón Sigurðsson kom til Kaupmannahafnar haustið 1833 á miklum ólgutím- um í Islendinganýlendunni í Kaupmannahöfn. Fast var sótt að dönskum stjórnvöldum úr tveimur áttum á þessum tíma; í annan stað kröfðust danskir þegnar aukinnar hlutdeildar í stjórn ríkisins en í hinn gætti mikillar óánægju með dönsk yfirráð meðal þýskumælandi íbúa hertogadæmanna á suðurhluta Jótlandsskaga. Vandi Danakonungs var sá að líkt og margra annarra einvaldra konunga álfunnar var veldi hans arfleifð aldalangrar út- þenslu þar sem hvorki var spurt um vilja þegnanna né menningarbakgrunn þeirra, enda þótti slíkt ekki miklu máli skipta við myndun ríkja fyrir daga rómantískrar þjóðernisstefnu á síðustu öld. Landamæri í Evrópu voru á reiki fyrr á tímum og fóru fyrst og fremst eftir styrk konunganna og mögu- leikum þeirra til að bæta nýjum héruðum við lendur sínar og verja þær ásælni annarra.9 Sameiningartákn einveldisríkja 17. og 18. aldar voru því hvorki tilfinningin um sameiginlega menningu eða tungumál - enda töluðu þegnar konunganna oftar en ekki mörg tungumál og áttu sér mjög ólíkar menningarhefðir - heldur hinn einvaldi arfakonungur, sem myndaði þungamiðju í flóknu og oft þverstæðukenndu stjórnkerfi. Á síðari hluta 18. aldar tók þessu ríkiskerfi að hnigna í álfunni, bæði vegna nýrra hugmynda um réttlætingu ríkisvalds og erfiðleika í ríkisfjármálum sem stöfuðu af stöðugum ófriði. Með frönsku byltingunni beið franska einveldið, sem hafði lengi verið fyrirmynd annarra einveldisríkja í Evrópu, endanlegt skip- brot; áður hafði fullveldið verið í vörslu konungs, en nú skyldi það flytjast í hendur þegnanna sem framvegis skyldu ráða setningu laga og stjórn ríkja. Byltingin sjálf rann sitt skeið á enda snemma á 19. öld, en allar tilraunir til að endurreisa einveldið í Frakklandi mistókust hrapallega og smám saman grófu hugsjónir hennar undan feysknum stoðum einveldisskipulagsins í Evrópu allri. Við upphaf frönsku byltingarinnar var ísland fjarri pólitískum hræring- um í Evrópu og landsmenn höfðu af þeim tiltölulega litlar áhyggjur.10 Þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.