Andvari - 01.01.1997, Side 47
andvari
ÞJÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON
45
tók konungur undir rómantískar þjóðernishugmyndir íslendinga, en af orð-
um hans má ráða að Alþingi hið nýja skyldi ekki verða „þjóðþing“ í merk-
ingu frjálslyndra stjórnmálakenninga 19. aldar, heldur endurreist miðalda-
þing með nýju innihaldi.
Hugmyndir um stofnun Alþingis hins nýja urðu hvatinn að fyrstu veiga-
niiklu ritgerð Jóns Sigurðssonar um íslensk stjórnmál. Árið 1841, eða átta
árum eftir að hann fluttist búferlum til Kaupmannahafnar, birtist fyrsti ár-
gangur Nýrra félagsrita, en þau áttu eftir að verða helsta málgagn hans
næstu áratugina. Stærstum hluta þessa heftis var varið í langa og ítarlega
grein sem Jón skrifaði um fyrirkomulag þinghaldsins og rökin fyrir stofnun
þings á íslandi. Rök hans fyrir mikilvægi þinghalds á íslandi voru að flestu
leyti hefðbundin. Eitt meginhlutverk stéttaþinganna var að glæða þjóðar-
nndann, en þar sem dönsk stjórn var fjarlæg og aðstæður í Danmörku ólík-
ar íslenskum var nauðsynlegt að stofna sérstakt þing fyrir ísland. Eins benti
Jón á að hlutverk stéttaþinganna væri að vera konungi ráðgefandi um
stjórn landsins og tengja þjóð og konung ástarbandi og slíkt taldi hann úti-
^okað ef íslendingar hefðu ekki þing útaf fyrir sig.
Ut frá þessu leiddi Jón athyglisverða kenningu um náttúrulegt eðli ís-
!ensks þjóðernis, sem honum varð annars ekki mjög tíðrætt um á ferli sfn-
um:
þegar athuguð er landstjórnin: hún hefir nú lengi verið fremur dönsk enn íslenzk, þ.e.
fremur ónáttúrleg enn náttúrleg. Þaö mun flestum skiljast, að þegar ein þjóð ætlar að
ráða fyrir annarri verða þær að vera mjög líkar ef vel á að fara, en ef þær eru ólíkar,
verður sú þjóðin sem undirlægja er annaðhvort að líkjast hinni sem mest, þ.e. að af-
neita náttúru sjálfrar sín, eða hún verður að taka manndóm til sín og framfylgja rétti
sínum, svo hún geti náð ákvörðun þeirri sem guð hefir ætlað henni . . .16
Hér endurómar Jón skoðanir þýska heimspekingsins Johanns Gottfrieds
Herders um guðlegan uppruna þjóðernismismunar og mikilvægi þess að
varðveita sérkenni þjóðanna. Baráttan fyrir þjóðfrelsinu var réttlætt með
Því að guð hafi ætlað þjóðinni sérstakt hlutverk og því væri það skylda
mannsins við guðdóminn að verja rétt hennar og sérkenni.17
Rök Jóns Sigurðssonar fyrir stofnun íslensks þings voru að öðru leyti að
mestu í anda hógværs frjálslyndis, þar sem rík áhersla var lögð á mikilvægi
relsis og ábyrgðar fyrir þroska þjóðarinnar. „Enginn getur sá gjört fullt
§agn sem ekki hefir frelsi til þess . . ,“18, skrifaði Jón í grein sinni um Al-
Þlngi, og bætti við að veraldarsagan bæri „ljóst vitni þess, að hverri þjóð
efir þá vegnað bezt þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína . . .“19
Koðanir Jóns á uppruna laganna enduróma líka kenningar fransk-svissn-
es^a heimspekingsins Jean-Jacques Rousseaus, t. d. þar sem hann segir
”l0gin . . . yfir öllu, og hefir þjóðin ein vald að breyta þeim, enn enginn