Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 53

Andvari - 01.01.1997, Side 53
andvari MÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON 51 búin andmæli við forsjárhyggju menntamanna sem einkennt hafði sam- skipti þeirra við alþýðuna allt frá upphafi upplýsingaraldar á íslandi. „Vér erum víða í ritum yðrum tilkvaddir að vakna upp af svefni dofinleikans,“ sagði t.d. í bænarskrá frá sama tíma sem beint var gegn Alþingi og átti upp- runa í heimabyggð Jóns, Arnarfirði; „hvað meinið þér með því? Erum vér latir að vinna fyrir lífi voru? Verðið þið að taka af yðar embættislaunum og gefa oss ölmusur? Nei!“51 Þegar á hólminn kom var Jón kjörinn á þjóðfund- lnn nær einróma, en óánægja kjósendanna kom fram í því að kosninga- þátttaka í ísafjarðarsýslu þótti afspyrnudræm.'’2 Misklíð Jóns og íslendinga í fjárkláðamálinu tengist þessari togstreitu menntaðra framfarasinna og óskólagenginnar alþýðu með óbeinum hætti. Málið hófst með því að skæður fjárkláði barst til landsins sumarið 1855 og breiddist hann á næstu tveimur árum um Suður- og Vesturland, eða til svæðis sem náði frá Mýrdal í suðri norður í Húnavatnssýslur.53 Minnugir fjárkláðans fyrri lögðu íslenskir forystumenn strax til víðtækan niðurskurð a sýktu fé og var þar stuðst við konunglega tilskipun frá árinu 1772.54 Mið- uðust þessar aðgerðir við að hefta útbreiðslu kláðans, um leið og þær Sengu út frá því að pestin væri ólæknandi. Fljótlega tók að bera á óánægju með þessa harkalegu stefnu, ekki síst meðal þeirra sem helst urðu fyrir barðinu á henni, enda töldu ýmsir málsmetandi menn að sjúkdómurinn væri vel læknandi. Frumkvöðull lækningastefnunnar var Jón Hjaltalín land- teknir, en hann hlaut frá upphafi öflugan stuðning frá íslenskum og dönsk- um dýralæknum. Eftir nokkra óvissu í upphafi snerust stjórnin í Danmörku °g stiftamtmaðurinn á íslandi á sveif með lækningamönnum og urðu lækn- mgar opinber stefna í fjárkláðamálinu um leið og stjórnvöld fóru að skipta sér af málinu með skipulegum hætti. Jón Sigurðsson lét kláðann fyrst til sín taka á opinberum vettvangi á þingi árið 1857 og talaði hann þar sem ein- ^reginn lækningamaður. Fullyrti hann að fráleitt væri að fara eftir nærri aldargamalli tilskipun, því að nú væri til „óbrigðult meðal við fjárkláðan- um, sem ekki var þá fundið . . .“55 Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi eignarréttarins í þessu sambandi - hann væri „máttarstólpi undir hverju Þjóðfélagi í öllum menntuðum heimi“56 - og þar sem engin skynsamleg rök læ§ju til almenns niðurskurðar væri lögleysa ein að fyrirskipa fjáreigendum að skera stofn sinn. Þrátt fyrir skörulegan málflutning lenti Jón í minni- hluta á þinginu og fylgdu honum aðeins tveir konungkjörnir þingmenn að málum auk þingmanna Reykjavíkur og Gullbringu- og Kjósarsýslu.'’7 Pólitísk staða Jóns Sigurðssonar var nokkuð undarleg næstu árin. Ein- arður stuðningur hans við lækningar skipaði honum í flokk með dönsku stjórninni sem hann hafði andmælt svo eftirminnilega á þjóðfundi fáum ár- nm áður. Gekk samvinna hans og stjórnvalda svo langt að hann gerðist aunaður erindreki þeirra á íslandi sumarið 1859, og hikaði hann ekki við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.