Andvari - 01.01.1997, Page 53
andvari
MÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON
51
búin andmæli við forsjárhyggju menntamanna sem einkennt hafði sam-
skipti þeirra við alþýðuna allt frá upphafi upplýsingaraldar á íslandi. „Vér
erum víða í ritum yðrum tilkvaddir að vakna upp af svefni dofinleikans,“
sagði t.d. í bænarskrá frá sama tíma sem beint var gegn Alþingi og átti upp-
runa í heimabyggð Jóns, Arnarfirði; „hvað meinið þér með því? Erum vér
latir að vinna fyrir lífi voru? Verðið þið að taka af yðar embættislaunum og
gefa oss ölmusur? Nei!“51 Þegar á hólminn kom var Jón kjörinn á þjóðfund-
lnn nær einróma, en óánægja kjósendanna kom fram í því að kosninga-
þátttaka í ísafjarðarsýslu þótti afspyrnudræm.'’2
Misklíð Jóns og íslendinga í fjárkláðamálinu tengist þessari togstreitu
menntaðra framfarasinna og óskólagenginnar alþýðu með óbeinum hætti.
Málið hófst með því að skæður fjárkláði barst til landsins sumarið 1855 og
breiddist hann á næstu tveimur árum um Suður- og Vesturland, eða til
svæðis sem náði frá Mýrdal í suðri norður í Húnavatnssýslur.53 Minnugir
fjárkláðans fyrri lögðu íslenskir forystumenn strax til víðtækan niðurskurð
a sýktu fé og var þar stuðst við konunglega tilskipun frá árinu 1772.54 Mið-
uðust þessar aðgerðir við að hefta útbreiðslu kláðans, um leið og þær
Sengu út frá því að pestin væri ólæknandi. Fljótlega tók að bera á óánægju
með þessa harkalegu stefnu, ekki síst meðal þeirra sem helst urðu fyrir
barðinu á henni, enda töldu ýmsir málsmetandi menn að sjúkdómurinn
væri vel læknandi. Frumkvöðull lækningastefnunnar var Jón Hjaltalín land-
teknir, en hann hlaut frá upphafi öflugan stuðning frá íslenskum og dönsk-
um dýralæknum. Eftir nokkra óvissu í upphafi snerust stjórnin í Danmörku
°g stiftamtmaðurinn á íslandi á sveif með lækningamönnum og urðu lækn-
mgar opinber stefna í fjárkláðamálinu um leið og stjórnvöld fóru að skipta
sér af málinu með skipulegum hætti. Jón Sigurðsson lét kláðann fyrst til sín
taka á opinberum vettvangi á þingi árið 1857 og talaði hann þar sem ein-
^reginn lækningamaður. Fullyrti hann að fráleitt væri að fara eftir nærri
aldargamalli tilskipun, því að nú væri til „óbrigðult meðal við fjárkláðan-
um, sem ekki var þá fundið . . .“55 Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi
eignarréttarins í þessu sambandi - hann væri „máttarstólpi undir hverju
Þjóðfélagi í öllum menntuðum heimi“56 - og þar sem engin skynsamleg rök
læ§ju til almenns niðurskurðar væri lögleysa ein að fyrirskipa fjáreigendum
að skera stofn sinn. Þrátt fyrir skörulegan málflutning lenti Jón í minni-
hluta á þinginu og fylgdu honum aðeins tveir konungkjörnir þingmenn að
málum auk þingmanna Reykjavíkur og Gullbringu- og Kjósarsýslu.'’7
Pólitísk staða Jóns Sigurðssonar var nokkuð undarleg næstu árin. Ein-
arður stuðningur hans við lækningar skipaði honum í flokk með dönsku
stjórninni sem hann hafði andmælt svo eftirminnilega á þjóðfundi fáum ár-
nm áður. Gekk samvinna hans og stjórnvalda svo langt að hann gerðist
aunaður erindreki þeirra á íslandi sumarið 1859, og hikaði hann ekki við