Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 56

Andvari - 01.01.1997, Page 56
54 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI lands notaði stefnubreytingu Dana í málefnum hertogadæmanna sem tylli- ástæðu til þess að hertaka þau bæði árið 1864; runnu þau síðan inn í hið þýska ríki við stofnun þess árið 1871.69 Afstaða Dana til stöðu íslands í ríkisheildinni hlaut ávallt að taka nokk- urt mið af málefnum hertogadæmanna, ekki síst vegna þess fordæmis sem undanlátssemi við íslendinga gat gefið þýskumælandi íbúum þeirra. Það þarf því ekki að koma á óvart að íslendingum var ekki boðið mikið á þjóð- fundi árið 1851, af því að alríkisstefnan útilokaði hvers konar eftirgjöf í málefnum íslands. Að sama skapi er eðlilegt að farið var að ræða stöðu ís- lands að nýju eftir að Egðustefnan varð ofan á í Kaupmannahöfn, enda voru stjórnarskrármál Islendinga enn óleyst á þeim tíma. Fyrsta skrefið í þessa átt var stigið árið 1861, en það ár boðaði konungur Alþingi að fjár- hagsmál milli íslands og alríkisins yrðu tekin til yfirvegunar70 og síðar sama ár skipaði hann sérstaka nefnd sem koma átti þessum málum á fastan grundvöll.71 í nefndinni sátu fimm menn, þar af þrír Danir og tveir íslend- ingar - þeir Oddgeir Stephensen, skrifstofustjóri íslensku stjórnardeildar- innar, og Jón Sigurðsson. Nefndin skilaði áliti árið 1862 og reyndist hún öll sammála um að greina fjárhag Danmerkur og íslands að, um leið og nefnd- armenn voru þeirrar skoðunar að landið gæti ekki staðið á eigin fótum án verulegs fjárstuðnings frá Danmörku. Nefndin þríklofnaði hins vegar þegar kom að því að útskýra grundvöll fjártillags Dana og ákvarða upphæð þess og greiðslumáta. Danirnir þrír og Oddgeir voru sammála um að byggja fjárstuðninginn á ástandi landsins (þetta nefndist ,,ástandskrafa“) - þ.e.a.s. vegna slæmrar stöðu íslands þurftu landsmenn á aðstoð Dana að halda þar til þeir gætu staðið á eigin fótum. Fjórmenningana greindi þó verulega á um hver upphæðin skyldi vera og skiluðu þeir því tveimur aðskildum tillög- um. Jón Sigurðsson tók hins vegar allt annan pól í hæðina. Að hans mati átti ekki að leggja slæmt ástand íslands til grundvallar framlaginu, heldur væri nauðsynlegt að gera nákvæman reikning yfir það sem Danir skulduðu Islendingum eftir margra alda óstjórn - enda væri hún helsta orsök slæms ástands landsins. Jón settist því einfaldlega niður og reiknaði út þær tekjur sem hann taldi að norskir og danskir konungar hefðu haft af landinu um- fram útgjöld í þær sex aldir sem liðnar voru frá samþykkt Gamla sáttmála og var niðurstaða hans sú að Danir stæðu í svimandi hárri skuld við hjá- lenduna í norðri.72 Kröfur Jóns Sigurðssonar í fjárhagsmálinu eru dæmigerðar fyrir pólitísk- an stíl hans og starfsaðferðir. A bak við reikningana lágu víðtækar söguleg- ar rannsóknir sem hann skýrði í löngum og ýtarlegum greinargerðum. Ekki verður hér lagt mat á sannleiksgildi reikningskúnstanna, enda er erfitt að gera nákvæm skuldaskil vegna jafn flókinna fjárhagssamskipta og hér um ræðir. Hins vegar hljótum við að draga réttmæti reikninganna í efa, þótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.