Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 60

Andvari - 01.01.1997, Page 60
58 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI kleift að búa sér til sína eigin mynd af Jóni, sem oft á litla stoð í raunveru- leikanum. Að sumu leyti lifir hann því eins og goðsögn sem allir geta þóst eiga og skilja, um leið og enginn hefur getað krafist einkaréttar yfir honum. Jón er því kjörinn til mats og endurmats, skilnings og misskilnings, sköpun- ar og endursköpunar; hann hefur t. d. verið bæði stuðningsmönnum Evr- ópusambandsins og fjendum hvatning til dáða, þótt af eðlilegum orsökum felli hann hvergi dóm um þau samtök. Staða Jóns gagnvart dönsku stjórn- inni, hversu einkennileg sem hún má virðast, tryggði Jóni líka lykilstöðu í stjórnmálum íslands á árunum eftir þjóðfundinn. Þannig leituðu dönsk stjórnvöld til hans þegar mikið lá við og þau vantaði túlk í samskiptum sín- um við íslenska alþýðu. Jón var þeirri óvenjulegu gáfu gæddur að skilja báða aðilja deilunnar á milli stjórnvalda og Islendinga - þ. e. eins og þeir birtust í meirihluta Alþingis - og því gátu hvorugir án hans verið. Að síðustu lifir Jón í minningunni vegna þess að saga hans stenst vel ná- kvæma skoðun. Hann var fulltrúi fyrir þær stjórnmálahugsjónir sem sigr- uðu á Vesturlöndum á síðustu öld og hafa öðlast einokunarstöðu í stjórn- málum okkar heimshluta á síðustu árum. Jón hvatti til tiltölulega opins lýð- ræðis, atvinnu- og persónufrelsis, aukinnar menntunar og nýrra atvinnu- hátta, en allir þessir þættir þykja sjálfsagðir nú á tímum. Skoðanir hans voru því vegvísir inn í nútímann og því er ekki úr vegi að við lítum á hann sem táknrænan föður nútíma samfélags á íslandi. TILVÍSANIR 1. Matthías Jochumsson, „Þingvallarminni konungs," Ljóðmœli 2. bd. (Seyðisfirði: Prent- smiðja Seyðisfjarðar, 1903), bls. 18. 2. Guðmundur Jónsson fjallar um ríkisfjármálin í doktorsritgerð sinni „The State and the Icelandic Economy, 1870-1930,“ (London: London School of Economics and Political Science, 1991). Sjá sérstaklega bls. 186-207. Stutt yfirlit er einnig að finna í grein Gylfa P. Gíslasonar, „Utgjöld ríkisins," í Alþingi og fjárhagsmálin (Reykjavík: Alþingissögu- nefnd, 1953), bls. 115-127. 3. Alþingistíðindi (1875), B-hluti, bls. 18-21. 4. Sama rit, bls. 21. 5. Ólafur Oddsson, „Norðurreið Skagfirðinga vorið 1849,“ Saga 11 (1973), bls. 34. í því sambandi má minna á deilur Jóns við „stóra exið“ í Reykjavíkurpóstinum, sem mun hafa verið Pórður Jónasson; Jón Sigurðsson, „Um stjórnarhagi íslands," í Hugvekja til íslendinga. Úrval úr ritum og rœðum Jóns Sigurðssonar til loka þjóðfundar (Reykjavík: Mál og menning, 1951), bls. 131-142. 6. „Þjóðvina-félagið og Bókmennta-félagið,“ Skuld (4. mars 1878), d. 49-55. 7. Benda má þó á athyglisverða grein Þorvalds Gylfasonar um hagfræðinginn Jón Sigurðs- son, þar sem hann dregur glögglega fram frjálslyndar skoðanir Jóns í efnahagsmálum. Þorvaldur Gylfason, „Brautryðjandinn“, í Gunnlaugur Haraldsson, ritstj., Viðskipta- og hagfrœðingatal 1877-1996, 1. bd. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1997), bls. 20-29.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.