Andvari - 01.01.1997, Page 71
andvari
HEIMSPEKI BRYNJÓLFS BJARNASONAR
69
í framtíðinni með því að þekkja ástand hlutanna núna og lögmálin sem þeir
lúta. Franski stærðfræðingurinn og eðlisfræðingurinn Laplace dró af þessu
eftirfarandi ályktun: Ef til væri svo fróður andi að hann þekkti stöðu hverr-
ar einustu agnar í heiminum og lögmál Newtons þá gæti hann reiknað út
allt sem gerist í heiminum um alla framtíð og raunar allt sem gerst hefur 1
fortíðinni. Þetta myndi þýða að öll framtíð veraldar sé þegar fullákvörðuð.
Þótt Brynjólfi sé umhugað um að verja orsakalögmálið vill hann ekki
fallast á slíka kenningu sem hann kallar vélhyggju. Hann telur að þegar
mjög flókin kerfi þróast verði til ný lögmál sem ekki sé hægt að útskyra
°ieð einfaldari hlutum kerfisins og ekki hefði verið hægt að reikna ut fyrir-
fram. Hann telur að í þróun lífsins hafi orðið til ný lögmál. Ef þetta er rett
ættu líffræðingar að þekkja lögmál sem eðlisfræðingar geta ekki utskyrt.
Einnig telur hann að þegar vitund mannsins kemur til í þróunarsogunm
verði til ný lögmál sem ekki hefði verið hægt að sjá fyrir með því að þekkja
þróunina fram að því. Samkvæmt þessu ættu sálfræðingar að þekkja logmal
sem líffræðingar þekkja ekki. „ ,
Líklega er það enn umdeilt hvort svo sé. I hinum nýju rannsoknum a
mjög flóknum kerfum, svokölluðum kaoskenningum, kemur hinsvegar 1
Ijos að mjög flókin fyrirbæri, sem við fyrstu sýn virðast hrein ringulreið
taka samt að hegða sér eftir vissum reglum sem ekki hefði verið hægt aö
sjá fyrir með því að rannsaka lítinn hluta kerfisins. Yfirleitt leggur rynJ
ólfur mikla áherslu á að orsakasamhengi heimsins sé svo flókið að vi get
Ura ekki haft fulla yfirsýn yfir það. Hugmynd hans um orsakasamhengi
allra hluta virðist vera mjög skyld þeim skilningi sem hefur mótast me
hinurn nýju rannsóknum. . . „,
Önnur gagnrýni Brynjólfs á vélhyggjuna er kannski mikilvægan. Hun
snýst um það að þekkja ástand heimsins. Hann bendir á fræðileg vand-
kvæði á að gera fullkomlega nákvæma mælingu.
Er hægt að tala um algera nákvæmni í mælingum? Ef maður hugsar sér tíma og lúm
algerlega samfelld, er tómt mál að tala um algera nákvæmm. Það er ekki hægt a
komast að stærðfræðilegum punkti í neinni mælingu. Pað sem mælt er, eru bil milli
hlutverulegra efnispunkta, en ekki punkta í sértæku, stærðfræðilegu rumt. æ m vor
setur nákvæmni allra mælinga einhver raunvirk takmörk. . .
Sumt er svo flókið að það er útilokað fyrir okkur að þekkja ástand þess na-
kvæmlega og þessvegna ekki hægt að reikna nákvæmlega út hverntg það
^btini haga sér í framtíðinni. Veðrið er dæmi um slíkt. Þó að lögmál veðurs
lns séu nokkuð vel þekkt geta öflugustu tölvur veraldarinnar ekkt reiknað
ut sæmilega nákvæma veðurspá nema fáa daga fram í tímann. En gæti þa
ekki hinn alvitri andi Laplace gert alfullkomna veðurathugun og spáð ná-
kvæmlega um veðrið eins langt fram í tímann og honum sýnist? Hugsum