Andvari - 01.01.1997, Page 72
70
SKÚLI PÁLSSON
ANDVARI
okkur að við mælum hita eða loftþrýsting til að nota í veðurspá. Tækið gef-
ur okkur tölu með einum eða tveimur aukastöfum. Fyrir allt venjulegt fólk
er það alveg nógu nákvæmt. En ef við setjum töluna inn í tölvu sem á að
reikna út veðrið í næstu viku eða eftir mánuð þá þarf tölvan að nota töluna
okkar þúsund sinnum eða milljón sinnum í útreikningum sínum. I svo
flóknum útreikningum gæti tala með tíu aukastöfum verið of ónákvæm en
við fáum hvergi svo fullkomna mæla að þeir gætu gefið okkur nógu ná-
kvæma tölu.
í þessari gagnrýni var Brynjólfur merkilega skarpskyggn. Á síðari árum,
sérstaklega eftir að öflugar tölvur komu til sögunnar, hafa vísindamenn far-
ið að skoða hvernig mjög flókin kerfi haga sér og hafa komist að því að oft
er alls ekki hægt að segja fyrir um það. Það er oft tekið dæmi úr veðurfræð-
inni og kallað fiðrildisáhrifin: Fiðrildi sem blakar væng sínum í dag breytir
ástandinu í andrúmsloftinu með því örlítið, svo lítið að það er varla mælan-
legt, en eftir mánuð hefur þessi örlitla breyting leitt af sér atburðarás sem
verður til þess að fellibylur gengur yfir Indónesíu. Ef ástandið hefði verið
að öllu leyti eins nema því að fiðrildið blakaði ekki vængnum þá hefði ekki
orðið fellibylur.6 Samkvæmt þessu þyrfti nákvæma skrá yfir flug hvers ein-
asta fiðrildis í veröldinni til að spá nákvæmlega um veðrið mánuð fram í
tímann.
Brynjólfur leggur þó áherslu á að þessi gagnrýni, eða leiðrétting, breyti
því ekki að allt eigi sér orsök. Að vísu er ekki hægt að sjá allt fyrir, hversu
vel sem við þekkjum heiminn og lögmál hans, en við hverjar gefnar að-
stæður gerist ekki nema eitt.7
Frelsi
I þessum vangaveltum um orsakalögmálið erum við að tala um heiminn án
tillits til okkar. En hvar er maðurinn í þessari mynd? Við teljum að við get-
um valið, við séum frjáls. Frá okkar sjónarmiði virðist orsakalögmálið ekki
gilda um athafnir okkar, í sérhverju ástandi getum við valið um marga
kosti og það er ekki bara eitt sem hlýtur að gerast eins og orsakalögmálið
kveður á um. Hverju eigum við nú að trúa? Að orsakalögmálið sé algih
eins og Brynjólfur hefur reynt að rökstyðja og þá er svo að sjá sem athafnir
okkar gerist samkvæmt náttúrulögmálunum og trú okkar á að við getum
valið væri blekking? Eða eigum við að trúa því að við getum valið og þá lít-
ur út fyrir að athafnir okkar séu undantekning frá orsakalögmálinu? Ef at-
hafnir okkar eru stranglega ákvarðaðar þá gætu þær ráðist af einhverjum
efnaferlum eða rafboðum í taugakerfi okkar sem flest okkar hafa sára-