Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 72

Andvari - 01.01.1997, Síða 72
70 SKÚLI PÁLSSON ANDVARI okkur að við mælum hita eða loftþrýsting til að nota í veðurspá. Tækið gef- ur okkur tölu með einum eða tveimur aukastöfum. Fyrir allt venjulegt fólk er það alveg nógu nákvæmt. En ef við setjum töluna inn í tölvu sem á að reikna út veðrið í næstu viku eða eftir mánuð þá þarf tölvan að nota töluna okkar þúsund sinnum eða milljón sinnum í útreikningum sínum. I svo flóknum útreikningum gæti tala með tíu aukastöfum verið of ónákvæm en við fáum hvergi svo fullkomna mæla að þeir gætu gefið okkur nógu ná- kvæma tölu. í þessari gagnrýni var Brynjólfur merkilega skarpskyggn. Á síðari árum, sérstaklega eftir að öflugar tölvur komu til sögunnar, hafa vísindamenn far- ið að skoða hvernig mjög flókin kerfi haga sér og hafa komist að því að oft er alls ekki hægt að segja fyrir um það. Það er oft tekið dæmi úr veðurfræð- inni og kallað fiðrildisáhrifin: Fiðrildi sem blakar væng sínum í dag breytir ástandinu í andrúmsloftinu með því örlítið, svo lítið að það er varla mælan- legt, en eftir mánuð hefur þessi örlitla breyting leitt af sér atburðarás sem verður til þess að fellibylur gengur yfir Indónesíu. Ef ástandið hefði verið að öllu leyti eins nema því að fiðrildið blakaði ekki vængnum þá hefði ekki orðið fellibylur.6 Samkvæmt þessu þyrfti nákvæma skrá yfir flug hvers ein- asta fiðrildis í veröldinni til að spá nákvæmlega um veðrið mánuð fram í tímann. Brynjólfur leggur þó áherslu á að þessi gagnrýni, eða leiðrétting, breyti því ekki að allt eigi sér orsök. Að vísu er ekki hægt að sjá allt fyrir, hversu vel sem við þekkjum heiminn og lögmál hans, en við hverjar gefnar að- stæður gerist ekki nema eitt.7 Frelsi I þessum vangaveltum um orsakalögmálið erum við að tala um heiminn án tillits til okkar. En hvar er maðurinn í þessari mynd? Við teljum að við get- um valið, við séum frjáls. Frá okkar sjónarmiði virðist orsakalögmálið ekki gilda um athafnir okkar, í sérhverju ástandi getum við valið um marga kosti og það er ekki bara eitt sem hlýtur að gerast eins og orsakalögmálið kveður á um. Hverju eigum við nú að trúa? Að orsakalögmálið sé algih eins og Brynjólfur hefur reynt að rökstyðja og þá er svo að sjá sem athafnir okkar gerist samkvæmt náttúrulögmálunum og trú okkar á að við getum valið væri blekking? Eða eigum við að trúa því að við getum valið og þá lít- ur út fyrir að athafnir okkar séu undantekning frá orsakalögmálinu? Ef at- hafnir okkar eru stranglega ákvarðaðar þá gætu þær ráðist af einhverjum efnaferlum eða rafboðum í taugakerfi okkar sem flest okkar hafa sára-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.