Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 76

Andvari - 01.01.1997, Síða 76
74 SKÚLI PÁLSSON ANDVARI hann óski sér álíka róttækrar byltingar og þeirrar sem varð á vísindum á tímum Newtons. Ein ástæðan fyrir tali Brynjólfs um byltingu í heimsskoðun er sjálfsagt bakgrunnur hans í marxisma. Hann telur þróun þjóðfélagsins stefna í ógöngur og hann tengir byltingu í heimsskoðun við byltingu í þjóðfélaginu sem hann telur óumflýjanlega. Boðskapur í þessum dúr heyrðist víða í her- búðum kommúnista og þar töldu menn oft að hin nýja heimsskoðun væri engin önnur en díalektísk efnishyggja. í fyrstu bókum sínum talar Brynjólf- ur stundum í þessum tón. Hinsvegar þróaðist hann frá díalektískri efnis- hyggju og í síðari bókum sínum lætur hann sér nægja fremur almennar hug- leiðingar um hvernig hin nýja heimsskoðun þurfi að vera. Hún á að geta leyst úr þeim mótsögnum sem Brynjólfur telur vera í skammtafræðinni. Hún á að ganga út frá nýjum skilningi á orsök. Hún á að gera skiljanlegt hvernig hugsun og efni eru sami hluturinn, það er að segja hún á að ráða yfir hugtakakerfi sem dugir til að gera grein fyrir bæði sálfræði og eðlis- fræði, og raunar fela í sér einingu allra vísinda. Hún á að sýna hvernig allir punktar tímarúmsins séu jafngildir án þess að gera að engu hið einstakl- ingsbundna sjónarhorn mannsins. Öll þessi atriði má kenna við heildarhyggju. Við getum reynt að skilja hana út frá hefðbundinni aðferð vísinda, sem er að greina hvern vanda í sem minnstar einingar og gera grein fyrir heildinni sem samspili hlutanna. Samkvæmt heildarhyggju eru hinsvegar partarnir ekki skiljanlegir nema sem hluti af heild og heildin er meira en summa partanna. Það er auðvitað ekki eintóm sérviska Brynjólfs að óska þess að mann- kynið tileinki sér nýja lífsskoðun. A öllum tímum hafa alvarlega þenkjandi menn haft áhyggjur af að mannfólkið stjórnist af ófullkomnum hugmynd- um og á þeim tíma sem Brynjólfur var að skrifa bækur sínar stóð mannkyn- ið frammi fyrir alvarlegum vandamálum sem kölluðu á nýjan hugsunarhátt. Er nokkur búinn að gleyma kjarnorkuógninni? Þótti ekki mörgum að mannkynið ætti aðeins um tvennt að velja: tortímingu eða nýjan hugsunar- hátt? Og þykir ekki mörgum, sem hafa áhyggjur af umhverfisvandanum nú um stundir, að mannkynið verði að tileinka sér nýjan hugsunarhátt og nýj- an lífsmáta ef það á að lifa af á jörðinni? Raunar er ekki hægt að sjá betur en í málflutningi margra umhverfisverndarsinna komi fram heildarhyggja sem er mjög í anda Brynjólfs. Þó að bækur Brynjólfs kunni að þykja óað- gengilegar í fyrstu kemur þannig í ljós að hann fjallar um grundvallaratriði sem verður að taka afstöðu til vegna hinna brýnustu viðfangsefna og að hann hefur bæði horft djúpt og verið framsýnn.11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.