Andvari - 01.01.1997, Page 83
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
81
hann fyrir hverja sýslu og gat um hvað þar væri að finna. Þetta rit er varð-
yeitt í handritasafni Nationalmuseums í Kaupmannahöfn og kom ekki fyrir
almannasjónir fyrr en á síðari hluta þessarar aldar. Á grundvelli þess gengu
1 gildi fyrirmæli um friðun fornleifa á íslandi árið 1817 því að hann talaði
um að fornminjar „burde fredes" eða „conserveres for Eftertiden“.10
Hinn 28. mars 1817 skrifaði fornminjanefndin kansellíinu varðandi forn-
winjar á íslandi og varðveislu þeirra. í upphafi bréfsins er gerð grein fyrir
því að skýrslur hafi ekki borist vegna styrjaldarinnar. Engu að síður sé
nefndinni kunnugt um „Mindesmærker“ á íslandi sem hafi varðveist til
þessa dags.11 Síðan er farið sólarsinnis um landið og byrjað á Suðuramtinu
°g Snorralaugar í Reykholti getið. í Vesturamtinu voru Þingvellir á Þórs-
uesi nefndir og þar talað um dómhring og blótstein. Á Borg á Mýrum var
nefndur „en meget merkværdig Runesten" yfir hetjunni Kjartani Ólafssyni
frá árinu 1003 eða 1004. Einnig er getið um rúnastein í Hvammssókn í
Norðurárdal. í Norður- og Austuramtinu er Borgarvirkis í Víðidal getið.
Því næst er nefndur rúnasteinn á Munka-Þverá yfir Vigdísi Árnadóttur. Þá
talað um rúnasteina í Grenjaðarstaðarkirkju og Múlakirkju og rúnaletur
á þverslá í Þverárkirkju í Laxárdal, og í Norður-Múlasýslu er nefndur
merkilegur Iegsteinn í kirkjunni á Hofi í Vopnafirði. Bréfinu lauk með því
að leggja til við kansellíið að hafist verði handa um friðun fornminja í land-
inu og amtmönnum falið að huga að varðveislu þeirra handa óbornum
hynslóðum. Einnig skyldu þeir gæta þess að gamlir munir og myndir sem
teþast kirkjueign verði hvorki eyðilagðar né seldar nema biskup og stift-
amtmaður leyfi.12
Undir þessu bréfi eru sjö nöfn og nafn Finns Magnússonar síðast. Það er
htlum vafa undirorpið að Finnur hefir verið aðalhöfundur þessa umburðar-
Þréfs, jafnvel orðfærið bendir til þess. Bréfið varð til þess að farið var að
Senda íslenskar fornminjar til danska þjóðminjasafnsins fyrir atbeina Finns
°8 þekkingar hans á fornminjum á íslandi. í dag tala menn með eftirsjá um
að svo fór, en hitt ber einnig að hafa í huga að óvíst er hver örlög þeirra
muna, sem nú eru varðveittir í danska þjóðminjasafninu, hefðu orðið ef
þetta björgunarstarf hefði ekki komið til.
Kansellíið gaf einnig út fyrirmæli um friðun íslenskra fornminja og þarf
Varla að fara í grafgötur um að þau voru runnin undan rifjum Finns og
fornminjanefndarinnar. Hinn 19. maí 1817 voru tíu fornleifar friðaðar á ís-
Undi. í þeim hópi var Borgarvirki, dómhringur á Þingvöllum á Þórsnesi og
Suorralaug í Reykholti.13
Islendingar brugðu skjótt við að svara kalli fornminjanefndarinnar. Á
frmdi hennar 2. október 1817 lágu fyrstu skýrslurnar fyrir og Finnur hafði
gert útdrætti úr þeim á dönsku. í upphafi voru þeir vandlega unnir, en þeg-
ar frá leið var verulega slakað á. Næstu árin barst verulegt magn skýrslna