Andvari - 01.01.1997, Page 84
82
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
og árið 1821 voru þær orðnar nær því hálft annað hundrað. Eftir það barst
minna að.
Sveinbjörn Rafnsson prófessor sá um útgáfu fornaldarskýrslnanna sem
nefndinni bárust frá íslandi á árunum kringum 1820. Hann bendir á í inn-
gangi að þær jafnt og minjar og munir, sem safninu bárust, hafi farið um
hendur Finns. Hann hafi verið vakinn og sofinn varðandi allt sem að forn-
minjum íslands laut, t.a.m. með því að leggja fram greinargerð um hvers
þar megi vænta samkvæmt bréfum og skýrslum frá Islandi.14
Óvíst er að Finnur hafi átt að leita fornminja í sumarferðum sínum heim
til íslands, heldur hafi hann farið heim annarra erinda. í bréfi til Gráters
18. janúar 1816 afþakkaði hann boð um að heimsækja hann til Þýskalands
vegna þess að hann sagðist telja það heilaga skyldu sína að heimsækja ald-
urhnigna móður heima á Islandi og tryggja henni áhyggjulaust ævikvöld. I
öðru bréfi til Gráters 25. mars 1816 víkur hann aftur að væntanlegri Is-
landsferð sem muni taka þrjá til fjóra mánuði og segist fara í maíbyrjun.15
Þetta sumar leit Finnur fsland augum í síðasta sinn.
Fyrirlestrahald við háskólann og listaháskólann
í bréfinu til Gráters 18. janúar 1816 greindi Finnur frá háskólafyrirlestrum
sínum um „den ældre Edda’s ethiske og mystiske Digte“ og sagði að þeir
væru sóttir af fjölmennum hópi vísindamanna, embættismanna og stúdenta
og af menntuðum mönnum úr öðrum stéttum. Þetta fyrirlestrahald hófst
veturinn 1816 og Johan v. Bulow stóð straum af kostnaðinum sem því fylgdi
í upphafi. í bréfi til Rasks 28. desember 1816 víkur hann að eddurannsókn-
um sínum og fyrirlestrahaldi með þessum orðum:
Eg er vakinn og sofinn í gömlu Eddu. Eg byrjaði fyri[r]lestrana sama dag og þú skrif-
aðir mér til (þ. 22. nóv.). Eg er nú búinn með Vafþrúðnismál, og er enn þá ekki kom-
inn út úr innganginum til Grímnismála, hvar í eg sýni að Ásgarður, Valhöll og aðrar
guðaborgir hafi í öndverðu legið á himnum eftir hugarmyndum forfeðra vorra
o.s.frv.16
Finnur hafði þá fengist um skeið við rannsóknir á uppruna ása. í bréfi sínu
til Gráters 8. ágúst 1815 segist hann vera að vinna að Afhandling over As-
ernes Oprindelse fra Caucasus, og Folkets Levninger sammesteds. í fyrir-
lestrum sínum fjallaði Finnur um goðafræði og norrænar fornbókmenntir.
Konungur veitti honum nokkurn styrk til þessa fyrirlestrahalds og Finnur
auglýsti þá í „Studiegaarden og Regensen“.
Finnur hóf fyrirlestrahald sitt við listaháskólann 1819. Sama ár kom Nor-