Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 84

Andvari - 01.01.1997, Síða 84
82 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI og árið 1821 voru þær orðnar nær því hálft annað hundrað. Eftir það barst minna að. Sveinbjörn Rafnsson prófessor sá um útgáfu fornaldarskýrslnanna sem nefndinni bárust frá íslandi á árunum kringum 1820. Hann bendir á í inn- gangi að þær jafnt og minjar og munir, sem safninu bárust, hafi farið um hendur Finns. Hann hafi verið vakinn og sofinn varðandi allt sem að forn- minjum íslands laut, t.a.m. með því að leggja fram greinargerð um hvers þar megi vænta samkvæmt bréfum og skýrslum frá Islandi.14 Óvíst er að Finnur hafi átt að leita fornminja í sumarferðum sínum heim til íslands, heldur hafi hann farið heim annarra erinda. í bréfi til Gráters 18. janúar 1816 afþakkaði hann boð um að heimsækja hann til Þýskalands vegna þess að hann sagðist telja það heilaga skyldu sína að heimsækja ald- urhnigna móður heima á Islandi og tryggja henni áhyggjulaust ævikvöld. I öðru bréfi til Gráters 25. mars 1816 víkur hann aftur að væntanlegri Is- landsferð sem muni taka þrjá til fjóra mánuði og segist fara í maíbyrjun.15 Þetta sumar leit Finnur fsland augum í síðasta sinn. Fyrirlestrahald við háskólann og listaháskólann í bréfinu til Gráters 18. janúar 1816 greindi Finnur frá háskólafyrirlestrum sínum um „den ældre Edda’s ethiske og mystiske Digte“ og sagði að þeir væru sóttir af fjölmennum hópi vísindamanna, embættismanna og stúdenta og af menntuðum mönnum úr öðrum stéttum. Þetta fyrirlestrahald hófst veturinn 1816 og Johan v. Bulow stóð straum af kostnaðinum sem því fylgdi í upphafi. í bréfi til Rasks 28. desember 1816 víkur hann að eddurannsókn- um sínum og fyrirlestrahaldi með þessum orðum: Eg er vakinn og sofinn í gömlu Eddu. Eg byrjaði fyri[r]lestrana sama dag og þú skrif- aðir mér til (þ. 22. nóv.). Eg er nú búinn með Vafþrúðnismál, og er enn þá ekki kom- inn út úr innganginum til Grímnismála, hvar í eg sýni að Ásgarður, Valhöll og aðrar guðaborgir hafi í öndverðu legið á himnum eftir hugarmyndum forfeðra vorra o.s.frv.16 Finnur hafði þá fengist um skeið við rannsóknir á uppruna ása. í bréfi sínu til Gráters 8. ágúst 1815 segist hann vera að vinna að Afhandling over As- ernes Oprindelse fra Caucasus, og Folkets Levninger sammesteds. í fyrir- lestrum sínum fjallaði Finnur um goðafræði og norrænar fornbókmenntir. Konungur veitti honum nokkurn styrk til þessa fyrirlestrahalds og Finnur auglýsti þá í „Studiegaarden og Regensen“. Finnur hóf fyrirlestrahald sitt við listaháskólann 1819. Sama ár kom Nor-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.