Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 89

Andvari - 01.01.1997, Side 89
andvari FINNUR MAGNÚSSON 87 Þriðja bindið kom út tæpu ári síðar, formálinn dagsettur 28. apríl 1825. Fjórða og síðasta bindið kom út á fyrri hluta ársins 1826. Finnur lauk að skrifa formálann 1. mars s. á. Fyrir samningu og útgáfu þessa verks - Edda- lœren og dens Oprindelse. Et Prisskrift, kronet af det Kgl. Danske Vi- denskabernes Selskab - greiddi Vísindafélagið Finni 500 dali í silfri á árun- um 1822-26.30 Jafnframt því að ljúka þessum áfanga benti Finnur á, að enn væri sitthvað eftir sem ekki hefði komist fyrir í verkinu eins og það var hugsað. í formála síðasta bindis Eddalœren lét hann einnig í ljós von um að gefa ut norræna goðafræði.31 Engu að síður þróuðust málin á þann veg að ukkert varð úr frekari útgáfustarfsemi hjá Vísindafélaginu. Samt var ákveðið 14. apríl 1826 að veita Finni 300 dali í silfri til að gefa út norræna goðafræði og honum greitt sem jafngilti 171 dal í seðlum á árinu til þessa uýja verks.32 Þegar við útkomu eddufræða Finns höfðu menn ýmislegt að athuga við gerð þeirra og fræðileg vinnubrögð. Engu að síður talaði H. C. 0rsted um ”Magnussens grundlærde Underspgelser over Eddalærens Oprindelse“ í hátíðarræðu á aldarafmæli Vísindafélagsins 1843.33 Frá sama ári eru varðveitt gögn um starfsemi Vísindafélagsins og útgáfur þess, sem H. C. 0rsted tók saman þar sem hann ræddi um hið mikla lærdómsrit Finns og samhengi þess við indversk og persnesk trúarbrögð og útdrátt úr ritinu sem gefinn hafi verið út þeim til handa sem ekki eigi kost á að lesa verkið í heild.34 Eins og vænta mátti þótti mörgum íslendingum mikið til um frægð og terdóm Finns. Samt mátti heyra einstaka gagnrýnisrödd, t.a.m. fyllti Tómas Sæmundsson ekki þann flokk sem dáðist að þessu riti Finns. í merkilegu bréfi til Jónasar Hallgrímssonar 3. október 1831 talar hann um, „beundring- en af Magnússens ritum „grænser til Tilbedelse“, sem eg má segja [að] aldrei hafa gert stórt „Indtryk“ á mig, allra síst „Eddalæren“, sem mér firinst ex magna parte vera „langtrukket og vilkaarligt Sammenskrab.“35 Eddalœren færði Finni Magnússyni mikið frægðarorð í upphafi. N. M. “etersen vék að ritinu í eftirmælum um Finn þar sem hann sagði að hann hefði alla ævi fengist við eddurnar og norræna goðafræði og þessi fræði- §rein hafi næstum því orðið til í höndum hans.36 í dag er hennar helst getið Pegar nefna skal verk þar sem skortir á rýni og öguð vinnubrögð. Finnur hefir að vísu sér til málsbóta að hann mótaðist af þeim tíðaranda sem ein- Uenndist fremur af hugarflugi en rýni. Að eðlisfari var hann hneigður fyrir að gefa ímyndunaraflinu lausan taum og gætti miður að hafa fast land und- lr fótum. Fyrir bragðið lenti hann oftar en skyldi út í ófærur. Yngri samtíð- armaður lét svo um mælt að það sem væri einfalt og blátt áfram væri hon- um síst að skapi.37 Ekki má gleyma að Finnur hafði til að bera ærinn lær-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.