Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 89
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
87
Þriðja bindið kom út tæpu ári síðar, formálinn dagsettur 28. apríl 1825.
Fjórða og síðasta bindið kom út á fyrri hluta ársins 1826. Finnur lauk að
skrifa formálann 1. mars s. á. Fyrir samningu og útgáfu þessa verks - Edda-
lœren og dens Oprindelse. Et Prisskrift, kronet af det Kgl. Danske Vi-
denskabernes Selskab - greiddi Vísindafélagið Finni 500 dali í silfri á árun-
um 1822-26.30
Jafnframt því að ljúka þessum áfanga benti Finnur á, að enn væri
sitthvað eftir sem ekki hefði komist fyrir í verkinu eins og það var hugsað. í
formála síðasta bindis Eddalœren lét hann einnig í ljós von um að gefa
ut norræna goðafræði.31 Engu að síður þróuðust málin á þann veg að
ukkert varð úr frekari útgáfustarfsemi hjá Vísindafélaginu. Samt var
ákveðið 14. apríl 1826 að veita Finni 300 dali í silfri til að gefa út norræna
goðafræði og honum greitt sem jafngilti 171 dal í seðlum á árinu til þessa
uýja verks.32
Þegar við útkomu eddufræða Finns höfðu menn ýmislegt að athuga við
gerð þeirra og fræðileg vinnubrögð. Engu að síður talaði H. C. 0rsted um
”Magnussens grundlærde Underspgelser over Eddalærens Oprindelse“ í
hátíðarræðu á aldarafmæli Vísindafélagsins 1843.33 Frá sama ári eru
varðveitt gögn um starfsemi Vísindafélagsins og útgáfur þess, sem H. C.
0rsted tók saman þar sem hann ræddi um hið mikla lærdómsrit Finns og
samhengi þess við indversk og persnesk trúarbrögð og útdrátt úr ritinu sem
gefinn hafi verið út þeim til handa sem ekki eigi kost á að lesa verkið í
heild.34
Eins og vænta mátti þótti mörgum íslendingum mikið til um frægð og
terdóm Finns. Samt mátti heyra einstaka gagnrýnisrödd, t.a.m. fyllti Tómas
Sæmundsson ekki þann flokk sem dáðist að þessu riti Finns. í merkilegu
bréfi til Jónasar Hallgrímssonar 3. október 1831 talar hann um, „beundring-
en af Magnússens ritum „grænser til Tilbedelse“, sem eg má segja [að]
aldrei hafa gert stórt „Indtryk“ á mig, allra síst „Eddalæren“, sem mér
firinst ex magna parte vera „langtrukket og vilkaarligt Sammenskrab.“35
Eddalœren færði Finni Magnússyni mikið frægðarorð í upphafi. N. M.
“etersen vék að ritinu í eftirmælum um Finn þar sem hann sagði að hann
hefði alla ævi fengist við eddurnar og norræna goðafræði og þessi fræði-
§rein hafi næstum því orðið til í höndum hans.36 í dag er hennar helst getið
Pegar nefna skal verk þar sem skortir á rýni og öguð vinnubrögð. Finnur
hefir að vísu sér til málsbóta að hann mótaðist af þeim tíðaranda sem ein-
Uenndist fremur af hugarflugi en rýni. Að eðlisfari var hann hneigður fyrir
að gefa ímyndunaraflinu lausan taum og gætti miður að hafa fast land und-
lr fótum. Fyrir bragðið lenti hann oftar en skyldi út í ófærur. Yngri samtíð-
armaður lét svo um mælt að það sem væri einfalt og blátt áfram væri hon-
um síst að skapi.37 Ekki má gleyma að Finnur hafði til að bera ærinn lær-