Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 94

Andvari - 01.01.1997, Page 94
92 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI rik VI. daufheyrðist lengi við þessari kröfu. Þegar ekki varð lengur undan vikist var stjórnarráðunum falið að semja frumvörp um skipulag stétta- þinga í ríkinu í upphafi árs 1831. í konungsbréfi til danska kansellísins 13. janúar 1831 var það beðið um að segja álit sitt á hversu fara skyldi með hlutdeild íslands í fyrirhuguðu þinghaldi. í kansellíinu voru skiptar skoðan- ir um hvort íslendingar ættu þar nokkuð nærri að koma. Hinn 23. mars 1832 kvaddi konungur saman „nokkra upplýsta menn“ til að ráðgast um stéttaþingin og skipulag þeirra. Fyrir íslands hönd voru Finnur og E. C. L. Moltke, fyrrum stiftamtmaður á íslandi, kvaddir þar til ráðuneytis. Viku síðar skrifaði Finnur ísleifi Einarssyni dómstjóra í Lands- yfirréttinum, þar sem glöggt má sjá að honum var þvert um geð að fást við þetta viðfangsefni.45 í bréfum frá gömlum vinum og kunningjum kynntist Finnur mismunandi viðhorfum til stofnunar stéttaþinganna. Baldvin Einarsson skrifaði bækling um stéttaþingin, þar sem hann mælti eindregið með stofnun sérstaks þings á íslandi. ísleifur Einarsson dómstjóri var Baldvin sammála, eins og fram kemur í bréfi hans til Finns 27. júlí 1832.46 Af ýmsu má ráða að Finnur hafi verið hallur undir hugmyndir Baldvins Einarssonar um innlent þing. Hann lagði til að ísland fengi sérstakt ráðgef- andi þing í landinu sjálfu og Moltke fylgdi honum að málum. Kansellíið lagðist hins vegar gegn því og niðurstaðan varð sú að konungur skyldi kveðja til þrjá fulltrúa af íslands hálfu til setu á stéttaþingi Eydana. Frá þessu var gengið með konungsúrskurði 4. júní 1832. Tilskipunin um stéttaþingin leit hins vegar ekki dagsins ljós fyrr en 15. maí 1834 og 19. september sama ár voru þeir Finnur og L. A. Krieger stift- amtmaður tilnefndir af konungi að taka sæti á Hróarskelduþingi fyrir Is- lands hönd.47 Árið leið uns Hróarskelduþing var kallað saman. Það var gert með konungsbréfi 8. maí 1835 og þingið átti að hefjast 1. október sama ár. Ekki verður sagt að seta fulltrúa íslands á Hróarskelduþingi hafi skipt sköpum fyrir ísland. Öðru máli gegndu konungaskiptin í Danmörku 1839. Þeim fylgdu hræringar í danska ríkinu sem kölluðu á mótun nýrrar stefnu og fulltrúarnir bárust nauðugir viljugir með straumnum. Við konungaskiptin kom í hlut Finns að hafa forgöngu um að flytja kon- ungi árnaðaróskir og bænarávarp um ýmsar þjóðfélagsumbætur á íslandi fyrir hönd íslendinga. í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 28. apríl 1840 vék hann að hræringunum í Danmörku og sagði þá: Margra og mikilvægra umbreytinga væntu flestir af Kristjáni 8da, en hingað til hefur ekki sérlega á þeim borið, allraminnst í stjórnarforminu, [. . .] Mikið Brute var hér a fólki úr öllum landshornum til að færa þeim nýja kóngi Adresser [. . .] íslendingar hér í staðnum vildu ekki verða eftirbátar, og eg varð, - nolens volens - að verða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.