Andvari - 01.01.1997, Page 96
94
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Eftir þetta var stutt í endalokin á stjórnmálaferli Finns. Þegar leið að
þeim degi að endanlega yrði gengið frá alþingistilskipuninni komust Islend-
ingar í Kaupmannahöfn á snoðir um að kansellíið mundi ekki ætla að fall-
ast á breytingartillögur Hróarskelduþings. Fundur var haldinn 25. febrúar
1843 og samin bænarskrá til konungs þar sem farið var fram á þær breyting-
ar sem fundarmönnum þótti mestu skipta. Þegar atkvæði voru greidd um
„frjálst kjörgengi“ til alþingis urðu þeir Finnur og Grímur Jónsson í minni
hluta og varðandi fleiri atriði stóðu þeir nálega einir uppi. Allt kom fyrir
ekki. Kansellí og konungur daufheyrðust við þessari bænarskrá og hinn 8.
mars birtist úrskurður konungs um hið endurreista alþingi þar sem tillög-
um embættismannanefndarinnar var fylgt nær óbreyttum.
Finnur varð þeirri stund fegnastur þegar hann var laus við allt sem hét
stjórnmálavafstur. Þessi léttir gægist fram í bréfum hans til Bjarna Þor-
steinssonar t. a. m. 5. maí 1846. Bjarni hafði þá setið á hinu fyrsta alþingi
sem konungkjörinn og var valinn til forseta, en lét sér fátt um finnast. Þetta
skildi Finnur vel og sagði: „Ekki undrar mig yfir að þú viljir leysast frá al-
þingisstörfunum, þótt þau hafi farist þér vel. Eg sneiði nú að öllu leyti frá
íslenskri pólitík, og hefi meir en nóg af þeirri slesvig-holsteinsku“.51
Finni gast ekki að stjórnmálaafskiptum yngri kynslóðarinnar, t. a. m.
hvernig Jón Sigurðsson reið úr hlaði út á vígvöll íslenskra stjórnmála. Jón
skrifaði bæði um verslunar- og skólamál og var ómyrkur í máli auk þess
sem hann skrifaði um hið væntanlega alþingi. Finnur vék og að flokka-
dráttum íslenskra stúdenta í Höfn í bréfi til Bjarna 28. september 1844 með
þessum orðum:
Álit mitt um J. S. pólitísku ritgjörðir og þenkingarhátt er þínu samdóma; orðatiltæki
hans virðast mér oft of harðsnúin, - en víst er hann á margan hátt duglegur; satt mun
það vera að skólinn raunar á mikið hjá stjórninni, en nokkuð mun samt ýkt. Eg hefi
aungvan þátt í hérverandi landa vorra pólitísku félögum eða ritgjörðum þótt þeir
skipti sér í tvo flokka; í hvörn þeirra sem eg kæmi yrði eg álitinn eins og Sál milh
spámannanna. Að eg er óskaðlegur orðinn in politicis, mun nú hafa hvatt þá til að
prísa mig um of in literariis; aðra orsök veit eg ekki til þess veðraskiptis (sem annars
er vanalegt þar sem Aura popularis byltir sér um loftið) og aungvan veginn ætlast eg
til að hún verði stöðugri við mig en aðra.52
í öðru bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 29. september 1846 vék Finnur að Jóni
Sigurðssyni og upphafi þingmennsku hans. Tilefnið var umræða um veislur
þær sem íslendingar í Höfn héldu Jóni þegar hann fór heim til hins fyrsta
endurreista alþingis og þegar hann kom aftur til Hafnar og sagði af því til-
efni: „[. . .] vart má álíta þá umskrifuðu veislu við heimkomu hans sem í
raun og veru pólitíska; stúdentar hér bera virðing fyri[r] J. S. föðurlandsást,
mælsku og einurð; það vildu þeir láta í ljósi við heimkomu hans, eins og
þeir áður höfðu gjört við brottför hans héðan. - Eg sneiði mig nú annars