Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 102

Andvari - 01.01.1997, Síða 102
100 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI og greindi P. E. Miiller þegar frá uppgötvuninni sem lét í ljós gleði sína yfir árangrinum. Hins vegar hreyfði Molbeck andmælum þegar nefndarmenn komu saman til að líta á lausn gátunnar 27. maí. Finnur lagði ráðninguna fyrir Vísindafélagið á fundi 30. maí. Sá dagur var hátindurinn á frægðarferli hans í heimi fræðanna. Að Molbeck undan- skildum urðu þeir sem á fundinum voru þess fullvísir að hin torráðna gáta væri nú loksins leyst. P. E. Muller andaðist skömmu síðar og var haft á orði að það hefði verið mikil gleðistund fyrir þennan lærða mann og föður- landsvin að rúnin var ráðin áður en hann var allur.67 Eins og vænta mátti þagði Vísindafélagið ekki yfir þessum einstaka sigri. í ársskýrslu þess 1833-34 var löng frásögn af rannsókninni og niðurstöðum hennar.68 Tíðindin bárust til íslands og vöktu mikinn fögnuð. Bjarni Thor- arensen mærði Finn og afrek hans í ljóði og óbundnu máli í bréfi 15. októ- ber 1834.69 Peir sem ólu efa í brjósti létu lítið til sín heyra fyrst í stað. Sænskur forn- fræðingur, J. J. Berzelius að nafni, kannaði Runamo. Niðurstaða hans varð sú að þrátt fyrir að rispurnar líktust mjög rúnum væru þær engu að síður gerðar af náttúrunnar hendi. Þessa niðurstöðu kynnti hann bæði í vísinda- akademíunni sænsku og í bréfi til Rafns í september 1836. Einnig gerði hann Forchhammer grein fyrir niðurstöðu sinni með bréfi. Hann lét hins vegar engan bilbug á sér finna.70 Vísindafélagið danska vildi að sjálfsögðu ekki heyra hið minnsta kvis um að Runamorúnirnar væru ekki mannaverk og Forchhammer fór þar fyrir. Sumarið 1840 rannsakaði Sven Nilsson Runamo og 1. október skrifaði hann Finni að hann væri sannfærður um að „námnda runlika streck icke till- kommit genom mánniskohand“.71 Ef til vill höfðu athuganir og niðurstöður Berzeliusar lætt inn ugg hjá Finni um að hann hefði hætt sér út á hálan ís og ekki bætti bréf Nilsons um. Finnur dró í meira en hálft ár að svara þessu bréfi. Hinn 29. maí 1841 tók hann sér penna í hönd, en hafði áður sýnt Forchhammer bréf Nilssons. Forchhammer sat enn sem fyrr fastur við sinn keip. Orð Finns verða tæpast skilin öðruvísi en á hann hafi runnið tvær grímur við lestur bréfsins. Hann segist áður hafa verið „fast overbevist om det modsatte“ og þar hafi af- staða Forchhammers riðið baggamuninn. Sér hafi virst rúnirnar „svare til Runers og Binderuners Art og Sammensættelsesmaade“.72 Runamo og Runerne kom út á haustdögum 1841. Vísindafélagið danska gaf verkið út. Ritið var mikið að vöxtum, 742 síður í fjögurra blaða broti og skiptist í fjóra meginþætti. Að auki fylgdu 16 kort. Fyrst kom stutt yfirlit yfir það sem skrifað hafði verið um rúnir fram til ársins 1838. Þá greinar- gerð Runamorannsóknarnefndarinnar frá sumrinu 1833. Þriðji hluti ritsins - Grandskninger og Bemærkninger - var um rúnirnar á Runamo og til-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.