Andvari - 01.01.1997, Page 107
ANDVARI
FINNUR MAGNÚSSON
105
vegna Ijúfmennsku sinnar og góðsemi, eða að segja nokkuð frá vísindastörfum hans
og því lofi, sem hann hafði áunnið sér með þeim víða um heim. En hins ber að geta, í
deild félags vors, að hann hafði verið í henni frá því hún var á stofn sett. [. . .] má það
og með sanni segja, að fáum hafi verið meira um hugað að auka afl þess og sóma, en
honum.88
Tvö ungskáld, Benedikt Gröndal og Gísli Brynjúlfsson, ortu eftir Finn.
Kvæði Gröndals birtist í Nýjum félagsritum 1848, þar sem hann kallaði hinn
látna „sikling rúna“. í neðanmálsgrein með kvæði Gísla segir aftur á móti
að Finnur hafi verið „höfundur norrænnar goðafræði að nýju“.89
Arið 1850 skrifaði N. M. Petersen minningarorð um Finn fyrir hönd Vís-
mdafélagsins danska. Þar lýsti hann jöfnum höndum verkum Finns og
manninum sjálfum. Hann hafi verið hlédrægur að eðlisfari og hverjum
manni ljúfari í samskiptum, en samt áhrifamaður. Hann hafi aldrei efnt til
deilna að fyrra bragði né svarað móðgunum, en yrði hann að verja málstað
sinn hafi svör hans verið yfirveguð og borin fram án skaphita. Finnur hafi
ingt grunninn að fornleifafræði samtíðar sinnar svipað og Rask gerði á sviði
málvísinda. Rannsóknir gamalla rúna hafi verið það viðfangsefni sem hann
hafði mest dálæti á.90
Finnur Magnússon var náinn samstarfsmaður C. C. Rafns og Ch. J.
Thomsens. Báðir unnu sér verðskuldaðan orðstír hvor á sínu sviði. En nafn
Finns er tæpast nefnt nú orðið þegar afrek þeirra eru tíunduð. Samt má
®tla að báðir hafi notið góðs af þekkingu og elju Finns.
Fjárhagur Finns var löngum erfiður. Það hefir án efa dregið úr honum
kjark og rúið hann sjálfstrausti. Við andlát hans kom í ljós að hann átti
ekki fyrir skuldum.
Finnur Magnússon naut mikils álits hjá samtíð sinni og af honum fór meira
frægðarorð en nokkrum öðrum íslendingi honum samtíða. Þess gætir samt
hvergi að virðingarstöður og heiðursmerki hafi stigið honum til höfuðs. í
einkalífi sínu fékk hann að reyna að ekki var allt fengið með nafnbótum og
Vegtyllum. Bréf hans votta að það var hin kyrrláta önn við rannsóknir og
útgáfustörf sem gaf lífi hans gildi. Samtímamönnum Finns þótti hann
skorta skörungsskap og reisn. Hann væri „lítilsigldur maður í géðsmun-
Urn“, en jafnframt, „mesta prýði lands vors“ svo að vitnað sé til orða
^jarna Thorarensens.91 Ummæli yngri kynslóðar Hafnar-íslendinga um
Tinn honum samtíða eru á svipuðum nótum. Þeir nutu þess að baða sig í
Þeim frægðarljóma sem tengdist nafni hans og rannsóknum á íslenskum og
n°rrænum fræðum, en á hinn bóginn litu þeir ekki upp til mannsins Finns
^agnússonar. Finnur reyndi heldur ekki til að upphefja sig í augum þeirra.
Hyergi er að sjá að hann hafi miklast af frægðarverkum sínum. Rannsóknir
smar á Runamo kallaði hann jafnvel „rúnarugl“ í bréfi.